Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Side 19

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Side 19
17 til þess, að verulegur regnskuggi sé norðan og vestan fjallanna milli Torfajökuls og Vatnajökuls. Virðist mega gera ráð fyrir, að sá regnskuggi nái vestur yfir Þjórsá og ársúrkoman sé undir 800 mm næst ánni allt upp undir Hofsjökul. Síðan verður að gera ráð fyrir, að úrkoman vaxi ört, eftir því sem landið hækkar norðvestur á bóginn, og samkvæmt vatns- mælingum í Fossá nær ársúrkoman skjótt 1600 mm og er sennilega 1600 —2000 mm á meiri hluta þess svæðis, sem er yfir 600 m hæð suðvestur af Hofsjökli, og væntanlega yfir 2000 mm sums staðar í Kerlingarfjöll- um og í jaðri Hofsjökuls. Á Kili er úrkoman aftur mun minni og sam- kvæmt mælingum á Hveravöllum undir 800 mm norðan til. Á láglendari svæðum vestan og sunnan Kerlingarfjalla má ætla, að úrkoman fari niður undir 1200 mm, en greinilega verður aftur mikil aukning í úrkomu, þegar kemur upp í hlíðar Bláfells og jaðar Langjökuls. Sé gert ráð fyrir svipaðri skiptingu úrkomunnar eftir árstímum á óbyggðasvæðinu og er á efstu veðurstöðvum í byggð, fellur rúmlega 20 prósent ársúrkomunnar mánuðina júní—ágúst. HRUN AMANN A AFRÉTTUR Almennt yjirlit Samkvæmt landamerkjabók Árnessýslu eru landamerki Hrunamanna- afréttar þessi: Að vestan skilur fyrst Hvítá og síðan Jökulfall afrétti Biskupstungnamanna og Hrunamanna og að norðan Jökulfall, allt í Blá- gnýpujökul. Að austan skilur Laxá milli afréttarins og Flóa- og Skeiða- mannaafréttar frá byggð inn í Laxárdrög. Þaðan eru mörkin í beinni stefnu í Nyrðra Rjúpnafell og síðan bein lína í sömu stefnu allt inn að Hofsjökli. Að sunnan takmarkast afrétturinn af heimalöndum Jaðars og Tungufells og Hrunaheiðum. Norðan Jökulfalls er sauðfjárveikivarnargirðing, er liggur frá Blá- gnýpu um Hnappöldu í Jökulfallið. Girðing þessi er hin raunverulegu norðurmörk milli Biskupstungna- og Hrunamannaafrétta, þar sem sauð- fé kemst norður að henni yfir Jökulfallsbrúna. Á svæðinu milli girðingar og ár eru nokkrir gróðurteygingar, sem lagðir voru við flatarmál gróins lands Hrunamannaafréttar, enda þótt landið tilheyri honum ekki. Hrunamannaafréttur er um 917 km2 að flatarmáli. Lengd hans er að jafnaði um 65 km. Ekki hefur verið reiknað út, hvernig flatarmálið skiptist eftir hæð yfir sjávarmáli, en langmestur hluti hans norður að Kerlingarfjöllum liggur í 300—600 m hæð. Aðeins á mjög litlu svæði sunnantil er hann lægri en 300 m. Austurhluti afréttarins upp með Laxá

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.