Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Page 24

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Page 24
22 á afréttinum eru víðast hvar merkt með rofamerkjum (X, Z, Þ), en önnur gróðurhverfi mjög óvíða. Óhagstæð gróðurskilyrði valda því oft, hve gisin mosaþemban er, en víða er sennilega einnig um gisna nýgræðu að ræða, eins og að framan greinir. Uppblástur er nokkur á afréttinum, rofabörð hér og þar, sem fýkur úr, en mestur er hann á svæðinu milli Búðarfjalla og Jökulfalls. Á því svæði hefur greinilega verið uppblástur og jarðvegseyðing í lengri tíma, og enn eru þar víðáttumikil gróðurlendi, sem eyðast ört. Gróðurfar þeirra ber uppblæstrinum glöggt vitni, því að þar er loðvíðir og grávíðir ríkjandi. Þá er enn uppblástur á allmörgum stöðum niður með Hvítá, frá Sandártungum og niður úr. Foksandur er hvergi á afréttinum, að talizt getur. Nýgræður eru 2—3 prósent af grónu landi. Þetta kann að virðast lítið, en þá ályktun virðist mega draga, að þrátt fyrir nokkra gróðureyðingu grói meira land en eyðist á afréttinum. FLÓA- OG SKEIÐAMANNAAFRÉTTUR Almennt yjirlit Vesturmörkum Flóa- og Skeiðamannaafréttar hefur áður verið lýst. Mörkin milli afréttarins og Gnúpverjaafréttar eru þessi: Frá Þjórsá ræður Fossá að upptökum sínum norðaustanvert við Lambafell. Þaðan er bein stefna í Öræfahnjúk, þaðan hæst í Flóamannaöldu, og loks í Arn- arfellstind. Að sunnan liggur afrétturinn að heimalöndum eftirtalinna jarða: Skriðufells, Ásólfsstaða, Fossness, Hamarsheiðar, Stóru-Mástungu, Minni-Mástungu, Skáldabúða, Laxárdals og Grímsstaða. Afrétturinn er um 830 km2 að flatarmáli og 90—100 km að lengd. Yfirleitt er hann í 500—800 m hæð, en aðeins lítill hluti hans, að sunnan og suðvestan, er undir 500 m hæð. Enginn ruddur akvegur er á afréttinum, og suðurhluti hans er torfær ökutækjum. Þó er sæmilega greiðfær slóð frá Stóru-Mástungu að eina kofanum á afréttinum, sem er skammt norðan við Moshól. Norðan Kerl- ingarfjalla er akfær leið inn á afréttinn um Illahraun, og þaðan eru greiðfærir melar og sandar, allt suður á móts við Helgavatn. Ár eru litlar torfærur á þeirri leið. Tala sauðfjár og hrossa í Flóa og Skeiðum árin 1915—1965 er sýnd í töflu 5, en upplýsingar eru ekki fyrir hendi um fjölda þeirra á afréttin- um á hverjum tíma.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.