Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 8

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 8
Minningarorð Hrafnkell Aðalsteins Jónsson 3. febrúar 1948 - 29. maí 2007. Hrafnkell Aðalsteins Jónsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 3. febrúar 1948 og var hann sonur Guðrúnar Aðalsteinsdóttur og Jóns Jónssonar. Hrafnkell ólst að mestu upp í Klausturseli á Jökuldal og hneigðist hugur hans snemma til búskapar. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum árið 1965 og veturinn 1967-1968 sótti hann námskeið í sauðfjárrækt við Landbúnaðarháskólann í Edinborg í Skotlandi. Hrafnkell sinnti ýmsum störfum á lífsleiðinni. Hann var bóndi í Klausturseli á árunurn 1969-1974, verkamaður á Eskifirði 1974-1983, verslunarmaður á Eskifírði 1983-1985, starfsmaður Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði 1985-1996, bæjarstjóri á Eskifírði um tíma á árinu 1986 og síðan héraðsskjalavörður við Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum frá 1996 til dauðadags. Hrafnkell var mikill félagsmálamaður og kom víða við á því sviði. Hann var þannig gerður að yfírleitt valdist hann til forystu í þeim félögum sem hann starfaði í. Sveitarstjórnannál fönguðu huga hans og hann var bæjarfulltrúi á Eskifirði á tímabilinu 1978-1990 með litlum hléum. Forseti bæjarstjómar var Hrafnkell um tíma og einnig formaður bæjarráðs. Hann beitti sér á sameiginlegum vettvangi sveitarstjómar- manna á Austurlandi og gegndi hann formennsku í Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi á árunum 1988-1989. Auk þess að sinna sveitarstjómarmálum hafði Hrafnkell afskipti af landsmálum og var hann fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi á árunum 1987-1995. Verkalýðsbaráttan skipaði lengi háan sess í huga Hrafnkels. Hann var í forystusveit Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði og formaður þess um 15 ára skeið. Þegar Hrafnkell fluttist búferlum frá Eskifirði og upp á Hérað árið 1996 hóf hann fljótlega afskipti af verkalýðsmálum þar og sat um tíma í stjórn Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs. Auk þess að sinna stjómarstörfum í verkalýðsfélögum í heimabyggðinni átti Hrafnkell lengi sæti í stjóm Alþýðusambands Austurlands og í miðstjóm Alþýðusambands íslands. Þá fylgdu störfunum innan verkalýðshreyfingarinnar ýmis verkefni sem Hrafnkell sinnti af kostgæfni. Má þar nefna stjómarsetu í Lífeyrissjóði Austurlands og setu í nefnd sem annaðist úthlutun atvinnuleysisbóta. Fyrir utan störf á sviði sveitarstjómarmála og verkalýðsmála kom Hrafnkell víða við á vettvangi félagsmála. Meðal annars var hann kjörinn til verka á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og menningamála af ýmsu tagi. Á meðal þeirra menningarlegu starfa sem Hrafnkell sinnti var seta í ritstjóm Múlaþings. Hann var kjörinn í stjóm tímaritsins árið 1988 og var stjómarformaður á áranum 1993-2005. Hrafnkell var kvæntur Sigríði Mögnu Ingimarsdóttur og eignuðust þau tvö böm, Bjartmar Tjörva og Fjólu Margréti. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.