Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 146
Múlaþing
J. mynd. Sjóhús og fiskreitir. Til hægri er Efri-Kastali og húsið Kastali með viðbyggingu sem nefnd var
Meyjarskemman. Ljósmyndari: Ingimundur Sveinsson 1908. Póstkort i eigu Vilhjálms Hjálmarssonar.
fram af, niðurgangi í kjallara. Að vestan og
norðan var steinsteypt stétt að dyraskúrum
og austan við norðurskúr blómabeð að
húshomi og rimlagirðing umhverfis.
Að austan var grasflöt og fáurn skrefum
ijær skrúðgarður með bámjárnsgirðingu.
Enn er þess að geta að norðan við húsið,
nánast fast með stétt og beði, lá Vegurinn og
norðan við hann svo nefnd Frosthústjöm
með snyrtilega hlaðna bakka, prýði að
sumri, nytsöm á vetrin sbr. nafnið.
Frárennsli tjarnarinnar afmarkaði í raun
lóð hússins að vestan.
Hermann Vilhjálmsson frá Brekku sagði
mér grant frá húsaskipan í Konráðshúsi og
frá nýtingu hússins. Mál á herbergjum
fylgdi vitanlega ekki með. En gluggar á
afbragðs myndum Ingimundar fylla frásögn
Hermanns:
Neðri hæð. - Þvert yfir vesturendann
var búóin, Konráðsbúð, gengið inn um
Búðarskúrinn á vesturstafni miðjum.
Inn úr búðinni var að norðan gengið inn
í Pakkkamers en að sunnan í skrifstofu og
úr henni í einkaskrifstofu kaupmanns.
Við norðurhlið hússins var ytri forstofa,
dyr til vesturs, gengið inn af steinstéttinni. I
innri forstofu var stigi upp á loftið og Ijórar
dyr, frá ytri forstofu að norðan, til eldhúss
að austan, skrifstofu kaupmanns að sunnan
og í Pakkkamersið að vestan. En vömr vom
teknar inn um op eða dyr á norðurhlið þess.
Ur eldhúsinu var svo gengið inn í borðstofu
í norðaustur horni hússins. Ur borðstofu var
gengið til dagstofu í suðaustur hominu og
þaðan til vesturs í minni stofu sem kölluð
var kabinett og lá að skrifstofu kaupmanns.
Ekki voru dyr milli þeirra herbergja.
Á austurvegg dagstofu vom dyr fram í
rúmgóða ytri forstofu — frá henni
steinsteyptar tröppur til suðurs.
Efri hæð. - Á loftinu var gangur eftir
endilöngu, gluggi á vesturstafni og dyr að
austan.
144