Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 48
Múlaþing
Tilgátuteikning afbœnum á Þuríðarstöðum eftir Pál Sigfússon. Greinarhöfundur dregur í efa að gluggar
á baðstofu hafi verði útstœðir.
dó Sigurbjörg (7170) Sigurðardóttir 28 ára
gift kona. Hún var frá Nefbjamarstöðum í
Tungu. Maður hennar hét Hálfdán og var úr
Vopnafirði. Hafa þau flust að Þuríðar-
stöðum um vorið og Hálfdán farið brott
strax eftir lát konu sinnar. Ætla má að
Sveinn og Kristín áðumefnd hafí komið í
þeirra stað og tekið við ábúðinni eins og
áður er sagt.
Árið 1870 komu hjónin Ormar (1902)
Guðmundsson og Ragnheiður (195)
Bjamadóttir. Ormar var frá Sauðhaga á
Völlum en Ragnheiður frá Blöndugerði í
Tungu. Þar bjuggu þau áður, fóru að
Ásgeirsstöðum 1867 og þaðan að Dal-
húsum. Þau höfðu misst ung böm en hjá
þeim var dóttirin Una, sem var sjö ára er
þau fluttust vorið 1871 að Hólum, innsta
býli í Fjarðardal í Mjóafírði. Vom þar tvö ár
en fluttust svo að Asknesi. Roskinn
húsmennskumaður, Hermann Sigurðsson,
kom vorið 1870 frá Mjóafírði og fór þangað
aftur vorið eftir með Ormari og Ragnheiði.
En árið 1870 komu einnig í Þuríðarstaði
hjónin, sem þar bjuggu lengst, Jón (7338)
Bjamason f. 1832 í Fellum og uppalinn þar
og Vilborg (13228) Indriðadóttir f. 1830 frá
Eyri í Fáskrúðsfírði. Með þeim komu böm
þeirra tvö, Guðfinna, sem lést 23 ára 1878
og Bjami f. 11. september 1862 í Heiðarseli
í Tungu. Eina stúlku misstu þau unga.
Fjölskyldan fluttist árið 1866 frá Urriða-
vatni í Fellum að Ormsstöðum í Eiðaþinghá
og vom þar a.m.k. þrjú ár (sjá Múlaþing 28,
bls. 151). Vilborg lést árið 1885 en Jón bjó
áffam til dánardægurs 10. október 1890.
Á áratugunum milli 1870 og 1890,
búskapartíma Jóns og Vilborgar, var margt
fólk í vistum og í húsmennsku á Þuríðar-
stöðum. Verður hér reynt að telja það upp
en óhægt er um vik, því sóknarmannatöl
vantar frá þessum tíma. Aðalmanntal 1870
vantar fyrir allt amtið og Eiðasókn vantar í
aðalmanntal 1890. Aðalmanntal 1880 er
eina heillega heimildin um fólk í Eiðasókn
á 30 ára tímabili. Verður því að tína þetta
saman úr prestsþjónustubókum Eiðasóknar
46