Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 57
Minningabrot
okkar um langan tíma sem eðlilegt var, en
kunningsskapurinn var rifjaður upp aftur
fyrir nokkrum árum.
Nonni í Efri - Bænum
Rétt fyrir ofan Þórarinsstaðahúsið var
torfbær. Hann var allur þiljaður innan. í
mínu minni var timbrið mjög Ijóst og ég
veit núna að þama inni var allt hvítskúrað. I
þessum bæ bjó Jón, bróðir Sigurðar bónda á
Þórarinsstöðum. Þessi maður giftist aldrei
og átti enga afkomendur. Eftir að ég fór að
muna, var hann alltaf einn þarna, en ég veit
að áður hafði hann ráðskonu og ein stúlka
var alin þar upp að mestu eða öllu leyti.
Nonni í Efri-Bænum eins og hann var alltaf
kallaður, átti sínar kindur og sitt íjárhús,
voru þau kölluð Nonna ijárhús. Nonni vann
alla tíð að búskapnum hjá bróður sínum.
Mér finnst núna í minningunni að enginn
hafí gert við girðingamar á vorin nema
hann. Nonni borðaði alltaf hádegismatinn
og drakk eftirmiðdagskaffið inni í bæ en
honum var færður kvöldmaturinn.
Ég kom ekki oft inn í Efri-Bæinn og
veit ekki vel hvernig hann var innréttaður,
man aðeins að gengið var niður eina eða
tvær tröppur og gengið inn gang, þar var
stigi upp á loft, þangað kom ég aldrei. Það
var líka gengið inn í eldhúsið úr ganginum
og þangað kom ég nokkmm sinnum. Það
sem mér fannst alltaf merkilegast að sjá þar
vom bókbandstækin hans Nonna en hann
batt inn bækur. Pabbi sagði að Jón í Efri-
Bænum hafí sagt að bók væri vel bundin, ef
hægt væri að opna hana á hvaða blaðsíðu
sem væri án þess að blöðin rugluðust,
þegar bókin lægi á hvolfi, blöðin væm kyrr.
Nonni átti svartan hund sem hét Skuggi,
segja má að hann hafi borið nafn með réttu
því svo fast fylgdi hann húsbónda sínum.
Bræðurnir á Þórarinsstöðum, Sigurður og
Jón, Nonni í Efri-Bœnum. Eigandi myndar:
Erla Ingimundardóttir.
Útgerðin
Pabbi vann alltaf við útgerðina niðri á
Eyrum. Þegar ég man eftir voru tveir bátar
á Þórarinsstöðum, Þór og Njörður. Áður var
Ægir til en ég man ekki eftir honum. Við
bátana vann rnargt fólk og þekkti ég fæst af
því. Þórarinn Sigurðsson (Tóti) vann líka
við útgerðina og stjómaði vinnunni þar.
Margt aðkomufólk hefur eflaust verið þarna
á þessum árum eins og áður, en mér hefur
verið sagt að þegar flest var í heimili á
Þórarinsstöðum hafi verið yfir fjörutíu
manns, þá bæði við útgerðina og land-
búnaðinn.
Sjóhúsin sem Þórarinsstaðir áttu hétu
Sjólyst. Þetta vom heilmiklar byggingar.
Þama var hús þar sem línan var beitt eða
beitningaskúrinn, þá húsin sem fiskurinn
var flattur í og saltaður, því allur fiskur var
55