Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 141
Frá Jökuldalsfólki
Jökuldal, fyrst með foreldrum sínum, en
svo í Hnefilsdal m.a. Hann fermdist vorið
1870 í Merki hjá hjónunum Páli Jónssyni
frá Melum og Hróðnýju Einarsdóttur frá
Brú (1994,1577) sem þar bjuggu þá. Eftir
það var hann vinnumaður í sveitinni, í
Hnefilsdal 1880, á Skjöldólfsstöðum 1890
og fór það vor vinnumaður að Grímsstöðum
á Fjöllum. Þar bjuggu þá Sölvi Magnússon
og Steinunn Einarsdóttir (2083,1580) sem
fyrir öskufallið 1875 höfðu búið á
Grunnavatni í Jökuldalsheiði, en höfðu
reyndar flutt að Klausturseli árið áður
(1874). í endaðan nóvember það ár gekk
Magnús að eiga elstu dóttur þeirra,
Guðrúnu Sölvadóttur sem fædd var á
Grunnavatni hinn 15. ágúst 1867. Sonur
þeirra, Sveinn, fæddist hinn 30. nóvember
1891 á Grímsstöðum. Mikið rót var á þeim
ungu hjónunum á næstu árum, og vorið
1892 fóru þau vinnuhjú að Hákonarstöðum
á Jökuldal, en komu þaðan árið eftir að
Nýjabæ á Hólsfjöllum, (mun hafa verið
afbýli frá Grímsstöðum). Þau fóru í
húsmennsku að Vogum í Mývatnssveit
vorið 1894, og þar fæddist sonur þeirra
Sölvi Steinar um haustið hinn 23. október.
Vorið eftir fóru þau að Svartárkoti í
Bárðardal til foreldra Guðrúnar, þeirra
Sölva og Steinunnar sem þangað höfðu flutt
frá Grímsstöðum tveim árum fyrr, og virðist
sem fjölskyldan haldi saman næstu ár. Þau
fluttu öll til Eyjafjarðar, að Kaupangi vorið
1902.
En Magnús og Guðrún Solveig hafa
ekki unað lengi í Eyjafirði, hafa viljað eins
og fleiri búa sjálf, og lcomin eru þau að
Leifsstöðum í Vopnafirði árið 1905; fóru
þaðan að Dalhúsum á Strönd 1907; þaðan
að Nýjabæ í sömu sveit 1911; að Áslaugar-
stöðum í Vopnafirði 1917. Þau eru í
Miðhúsum i Vopnaijarðarkauptúni 1920, og
munu hafa farið til Norðfjarðar eftir það.
Árið 1937 eru þau aftur komin til Eyja-
Qarðar, á slóðir Steinvarar Jóakimsdóttur,
ömmu Magnúsar í móðurætt, og búa á
Þröm í Kaupangssveit (Öngulstaðahreppi),
en það býli hafði verið í eyði síðustu árin
áður en þau komu þangað. Yngri sonurinn
(Sölvi) Steinar, var þá talinn fyrir búinu, og
hafði löngum verið svo. Gömlu hjónin
munu hafa látist nálægt 1944, en bræðumir
Steinar og Sveinn bjuggu á Þröm til þess er
Sveinn lést árið 1965, en þá fór kotið í eyði.
Steinar lést 1971. Þeir voru síðustu
ábúendur á Þröm og ógiftir og bamlausir,
að því ég best veit. Ef einhverjir vilja
fræðast nánar um fólk á Þröm, vil ég benda
þeim á að Þorkell Björnsson frá Hnefilsdal
minnist á frændfólk sitt á Þröm í bók sinni
Af Jökuldalsmönnum og fleira fólki.
Helstu heimildir, auk þeirra sem getið er í
texta:
Kirkjubœkur og manntöl viðkomandi sókna.
Jarðabækur 1681, 1847 og 1861.
Almanak Olafs Thorgeirssonar árið 1915.
Vesturfaraskrá.
139