Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 67
Minningabrot
Á þessari eyri stóð lítið hús sem hét Alfa og
eyrin sem það stóð á í daglegu tali kölluð
Ölfueyri. Þama áttu heima þegar ég man
fyrst hjónin Eiríkur Ingimundarson, bróðir
Dóróteu í Haga, og hans kona Láretta
Bjömsdóttir. Ég man eftir Helgu og Ásvaldi
bömum þeirra, í mínu minni era þetta í
rauninni bara nöfn. Ég hef fengið vitneskju
um fleiri böm sem þau áttu Svönu, Svein og
Ingimund.
Nokkur nöfn í viðbót
Nú hef ég farið frá Þórarinsstöðum og
Eyrarnar á enda. Þó langar mig til að riija
upp örfá nöfn í viðbót. Litlu innar á
ströndinni en Sörlastaðir var lítill útgerðar-
staður sem hét Hrólfur. Þaðan gerði út
Vilhjálmur Jónsson. Hans bátur hét Garðar
Svavarsson. Húsið var byggt alveg við
sjóinn og bryggjan þar fram af. Efri hæð
hússins var íbúðin en sjóhúsin niðri. Tvær
dætur hans voru þama, Ingibjörg og Guðrán
sem var gift Sigmari frá Sjávarborg, og
sonur hans Halldór, tvo aðra syni átti hann
Einar og Hörð. Kona Vilhjálms hét
Guðlaug. Hún var sjúklingur mikinn hluta
ævinnar á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Nú ætla ég að fara yst í Seyðisijörð
sunnan megin. Þar er býli sem heitir
Skálanes og ég hef aðeins minnst á áður.
Þar bjuggu Hallgrímur Ólason og María
Guðmundsdóttir, systir Lóu í Hátúni og
Ásgeirs á Landamótum. Þeirra böm voru
Valgerður, Hulda, Sigfríð, Helga sem ég hef
áður sagt frá, Þorsteinn, Ólafur og
Guðmundur sem drakknaði í Sandánni.
Bœjarstœói var kotbýli nokkru innar en
Skálanes þar bjuggu Bjarni Sigfússon og
Guðbjörg Oddsdóttir. Þau áttu dætumar
Guðrúnu og Elsu og soninn Svein.
Litlu innar en Bæjarstæði er Austdalur,
býli í samnefndum dal. Þar bjó Þormóður
bróðir Bjama á Bæjarstæði og seinni kona
hans, Helga, ásamt dóttur Þormóðar af fyrra
Barnaskólinn á Eyrunum, húsið stendur enn.
Mynd úr bókinni Mávabrík.
I dyrum hjallsins gefur að líta borð og bekk úr
skólanum. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
hjónabandi, sem hét Guðfínna en móðir
hennar lést þegar hún fæddist.
Haldi ég áfram í áttina inn með firðinum
kem ég næst að Þórarinsstöðum. Þá hef ég
farið í öll hús í Seyðisfjarðarhreppi sunnan
megin og gert grein fyrir húsum og fólki
eins og það er í mínu minni.
65