Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 41
Sigurður Kristinsson
Heimbyggð
í heiðardal
Austan að Eyvindarárdal liggur
Gagnheiði, mikil um sig og 1000 m
há. Nær hún suður að Slenjudal.
Vestan við Eyvindarárdal er Egilsstaðaháls
og Aurar innar. Þá er Sauðahlíðarijall, um
700 m hátt innst. Skagafell liggur suðvestan
að dalnum innst. Eftir dalnum rennur
Eyvindará og safnast saman úr fimm ám,
sem koma sín úr hverjum dal. Er Eyvindará
vatnsmikil í örum vorleysingum.
Sunnan Gagnheiðar kemur áin Slenja
austan af Slenjudal úr átt til Mjóafjarðar og
fellur í djúpu gili niður að Eyvindará.
Norðan Slenju er vegur til Mjóaljarðar, góð
sumarleið nú og vel fær öllum bílum.
Slenjudalur tilheyrir Mjóafirði frá landnámi
og er í landi Fjarðar. Mun þar eina dæmi um
að jörð í fjörðum eigi land meðfram á, sem
rennur til Héraðs. Slenjudalur er milli
Gagnheiðar og Slenjufjalls.
Tungudalsá kemur austsuðaustan úr
Tungudal. Á einokunartíma var verslunar-
leið eftir dalnum upp á Eskifjarðarheiði,
þaðan niður í Eskifjörð og út til Stóru-
breiðuvíkur í Reyðarfirði. Mjög glöggar
götur eru á heiðinni. Síðar versluðu Héraðs-
menn austan fljóts á Eskifírði fram á 20. öld
en líka á Seyðisfirði uns verslun færðist að
mestu leyti til Kaupfélags Héraðsbúa á
Reyðarfirði eftir stofnun þess 1909.
Tungudalur er milli Slenjufjalls og Tungu-
fells.
Svínadalsá kemur suðaustan af Svína-
dal. Eftir honum liggur gönguleið niður að
Búðareyri í Reyðarfirði. Leiðin hefur aldrei
verið Qölfarin, hæst 607 m á varpinu.
Svínadalur er milli Tungufells og Skaga-
fells.
Fagradalsá kemur sunnan af Fagradal og
fellur í Eyvindará skammt innan við Flatir
(Fögruflatir). Um dalinn liggur þjóðvegur
til Reyðarljarðar og aðalverslunarleið
Héraðsmanna eftir að K. H. B. var stofnað
og Lagarfljót brúað 1905. Tókust þá upp
ferðir um Fagradal. Fagridalur er milli
Skagafells og Sauðahlíðarfjalls.
Kaldakvísl kemur sunnan úr Kvíslardal,
sem er milli Sauðahlíðarfjalls og Aura. Hún
rennur í Eyvindará skammt utan við Flatir.
Ekki er vitað um byggð á Flötum en þar
virðist búsældarlegt, sléttlendi vaxið ax-
grösum eins og besta tún.
Eyvindará ber nafnið eftir að Tungu-
dalsá og Svínadalsá sameinast. Dalurinn
nefndist Eyvindardalur áður, kenndur við
Eyvind landnámsmann sem færði byggð
sína í Mjóafjörð.
Fjöllin milli dalanna eru brött með
glöggum blágrýtislögum. Eru öll 900 -1050
m há nema Aurar og Sauðahlíðarfjall, sem
ná 700 m innst. Hvergi eru stórir skriðu-
vængir í þeim og ekki áberandi framhlaup.
Öll eru þau torgeng og voru lítt klifm á fyrri
öldum, nema Gagnheiði, þar sem smalar
gáðu kinda í fyrstu göngum. Það má segja
39