Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 100
Múlaþing
Ólöf Elín Gísladóttir og Ólafur Sigurðsson í
blómagarðinum í Framnesi. Eigandi myndar: Ólöf
Elín Gísladóttir
túnjaðarinn upp við veg og lúpínur voru
settar niður í uppblásna jörð við enda
túnsins. Síðan gróðursettum við broddfurur
á tveimur stöðum í landareigninni og ekki
má gleyma „Allaballa“ birkihríslunni sem
var gjöf frá Alþýðubandalaginu í Reykjavík
til væntanlegra kjósenda í Borgarstjórnar-
kosningum um árið og ég hreppti af hreinni
tilviljun þegar ég var á ferð fyrir sunnan.
Dafnar hún ágætlega i gilinu í austurenda
túnsins og er nú rétt við veginn niður að
hinni nýju Mjóeyrarhöfn.
Framnes situr á grastorfu sem er
heimatúnið og það hefir blásið grimnrt um
torfuna svo það voru moldarbörð í útjaðri
ræktunarlandsins.
Við vildum bæta um og rækta upp þessi
rofabörð og fleygðum heyi í þau með
nokkrum árangri. Eg fékk afgirtan skika
ofan við húsið í Framnesi þar sem ég setti
niður gráöl, alpareyni, koparreyni, rauð-
topp, birki, sólber, rifs og síberískt baunatré
sem og íjölær blóm.
Utræði hafði lengi verið stundað í
Framnesi af ábúendum. Við höfðum bát til
umráða og veiddum þorsk, ýsu og skarkola
og var það gott búsílag og mikil ánægja af
þessum sjóferðum í góðu veðri. Við höfðum
nóg fyrir okkur að leggja af bútungi,
sólþurrkuðum saltflski og frosnum þorski
frá upphafi búskaparins. Gestir okkar nutu
þess að fá að komast á sjó og var það
aðdráttarafl fyrir suma. Þá þótti þeim og
saltfískurinn algjör sælkerafæða.
Heimilisfólkið í Framnesi vorum við
Ólafur, tíkin Píla og kötturinn Guli kisi. Píla
var afskaplega frjósöm og eignaðist 17
hvolpa á fjórum árum en aldrei að okkar
undirlagi, utan einu sinni. Píla var lítill
hundur með upphringað skott, svört að lit
með gula bringu og botn og gula depla yfir
augunum, sem hreyfðust til og frá þegar
hún var hugsi.
Hún var af blönduðu kyni, ættuð frá
Skeggjastöðum í Bakkafirði, sérlega góð-
lynd og skemmtileg þótt oft á tíðum þætti
okkur hún gera sér full dælt við gesti.
Við höfðum aldrei séð jafn fjölskrúðuga
og ólíka hvolpa undan sömu tíkinni. Lífið
með öllum þessum hvolpum var einstaklega
ijörugt og skemmtilegt og vorum við svo
heppin að geta komið þeim öllum í fóstur til
annarra.
Eitt sinn gerðist það eftir að hvolpa-
standinu var lokið að Píla fór með Ólafi til
Egilsstaða en hún hafði afar gaman af
bilferðum. Ólafur var vanur að hleypa
henni út á ákveðnum stað í Egilsstaðaskógi
á leiðinni til baka til að létta á sér. Var farið
að rökkva og tíkin hljóp út í myrkrið en
kom ekki aftur. Eftir árangurslausa leit varð
Ólafur að gefast upp en fór aftur daginn
98