Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 100

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 100
Múlaþing Ólöf Elín Gísladóttir og Ólafur Sigurðsson í blómagarðinum í Framnesi. Eigandi myndar: Ólöf Elín Gísladóttir túnjaðarinn upp við veg og lúpínur voru settar niður í uppblásna jörð við enda túnsins. Síðan gróðursettum við broddfurur á tveimur stöðum í landareigninni og ekki má gleyma „Allaballa“ birkihríslunni sem var gjöf frá Alþýðubandalaginu í Reykjavík til væntanlegra kjósenda í Borgarstjórnar- kosningum um árið og ég hreppti af hreinni tilviljun þegar ég var á ferð fyrir sunnan. Dafnar hún ágætlega i gilinu í austurenda túnsins og er nú rétt við veginn niður að hinni nýju Mjóeyrarhöfn. Framnes situr á grastorfu sem er heimatúnið og það hefir blásið grimnrt um torfuna svo það voru moldarbörð í útjaðri ræktunarlandsins. Við vildum bæta um og rækta upp þessi rofabörð og fleygðum heyi í þau með nokkrum árangri. Eg fékk afgirtan skika ofan við húsið í Framnesi þar sem ég setti niður gráöl, alpareyni, koparreyni, rauð- topp, birki, sólber, rifs og síberískt baunatré sem og íjölær blóm. Utræði hafði lengi verið stundað í Framnesi af ábúendum. Við höfðum bát til umráða og veiddum þorsk, ýsu og skarkola og var það gott búsílag og mikil ánægja af þessum sjóferðum í góðu veðri. Við höfðum nóg fyrir okkur að leggja af bútungi, sólþurrkuðum saltflski og frosnum þorski frá upphafi búskaparins. Gestir okkar nutu þess að fá að komast á sjó og var það aðdráttarafl fyrir suma. Þá þótti þeim og saltfískurinn algjör sælkerafæða. Heimilisfólkið í Framnesi vorum við Ólafur, tíkin Píla og kötturinn Guli kisi. Píla var afskaplega frjósöm og eignaðist 17 hvolpa á fjórum árum en aldrei að okkar undirlagi, utan einu sinni. Píla var lítill hundur með upphringað skott, svört að lit með gula bringu og botn og gula depla yfir augunum, sem hreyfðust til og frá þegar hún var hugsi. Hún var af blönduðu kyni, ættuð frá Skeggjastöðum í Bakkafirði, sérlega góð- lynd og skemmtileg þótt oft á tíðum þætti okkur hún gera sér full dælt við gesti. Við höfðum aldrei séð jafn fjölskrúðuga og ólíka hvolpa undan sömu tíkinni. Lífið með öllum þessum hvolpum var einstaklega ijörugt og skemmtilegt og vorum við svo heppin að geta komið þeim öllum í fóstur til annarra. Eitt sinn gerðist það eftir að hvolpa- standinu var lokið að Píla fór með Ólafi til Egilsstaða en hún hafði afar gaman af bilferðum. Ólafur var vanur að hleypa henni út á ákveðnum stað í Egilsstaðaskógi á leiðinni til baka til að létta á sér. Var farið að rökkva og tíkin hljóp út í myrkrið en kom ekki aftur. Eftir árangurslausa leit varð Ólafur að gefast upp en fór aftur daginn 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.