Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 153
Eirikur Sigurðsson
Hvaðan er
Mekkínamafnið komið?
Fróðlegt er að skoða útbreiðslu sumra
mannanafna. Mörg þeirra fylgja
vissum ættum en önnur eru bundin
við vissa landshluta, nema hvorttveggja sé.
Sum nöfn skjóta skyndilega upp kollinum
og verða algeng á einhverju tímabili en geta
svo horfið aftur.
Mörg mannanöfn komu hingað með
landnámsmönnum frá Norðurlöndum,
önnur komu frá Irlandi eöa Skotlandi. Það
nafn sem hér verður gert að umtalsefni er
lengra að komið, líklega alla leið frá Afríku,
og nam hér ekki land fyrr en á 17. öld. Það
er kvenmannsnafnið Mekkín.
Ég hef leitast við að kynna mér uppruna
nafnsins og útbreiðslu hérlendis. Það er
upprunnið á Austurlandi og hefur borist
þaðan til Norðurlands og víðar um landið,
einnig vestur um haf til Norður-Ameríku.
Ég hef fundið nafnið á um 50 konum, en
eflaust vantar mikið í þá skrá. Einnig er
kunnugt um nokkra karlmenn, sem borið
hafa nafnið Mekkinó.
Þó Mekkínarnafnið sé útlent fellur það
ekki illa að íslensku máli og beygist eins og
Kristín. Flestar voru Mekkínar á dögum á
19. öld, en á 20. öldinni var nafnið á
undanhaldi. Þó eru enn á lifí nokkrar konur
sem bera þetta nafn og jafnvel nokkur böm.
Nafnið var fyrst og fremst bundið við
Mið-Austurland og tengdist einkum
Flellisijarðarætt. Á 19. öld varð það algengt
í Norðfirði, Hellisfirði og Vöðlavík. Þaðan
flyst það upp í Fell, Fljótsdal og Jökulsár-
hlíð, og þaðan til Vesturheims. Úr
Reyðarfirði barst það norður í Þingeyjar-
sýslu um aldamótin 1800.
Þegar Mekkínamafn var stytt var því
gjarnan breytt í Metta, sem þótti fara betur í
munni, einkum þegar börn áttu í hlut. Svo
var t.d. um móðursystur mína á Karls-
stöðum á Bemijarðarströnd; hún var oftast
kölluð Metta af ættingjum sínum.
Uppruni nafnsins
Þau munnmæli ganga um uppruna
Mekkínarnafnsins á Austurlandi, að það
hafí borist hingað frá Algeirsborg í Alsír á
17. öld. Hafi ein þeirra kvenna sem
„Tyrkir“ rændu á Austijörðum 1627 og
fluttu til Alsír, en leyst var út áratug síðar,
fyrst látið skíra bam sitt þessu nafni, eftir
húsmóður sinni í Algeirsborg, sem reyndist
henni vel í ánauðinni.
í gömlum manntölum er nafnið ýmist
ritað Mekkín eða Mechín, en í seinni tíð
hefur það fyrra orðið alls ráðandi, enda
meira í samræmi við íslenska hefð. Um
merkingu nafnsins er ekki vitað.
Hugsanlega er það dregið af Mekka,
trúarborg Islams.
151