Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 111

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 111
Ein lítil frásaga Skömmu fyrir næstsíðustu aldamót kom til Vopnafjarðar af Suðurlandi, maður að nafni Þorsteinn Þorbergsson. Hann fór í vist til Vigfúsar bónda á Vakursstöðum og konuefnið Helga var með honum. Þorsteinn var mikill maður og sterkur, bjartur yfirlitum, vel farinn í andliti, að öllu hinn drengilegast maður, en stamaði ákaflega. Kunni handahlaup öðrum betur. Árið 1899 fluttu Þorsteinn 29 ára og Helga 22 ára að Möðrudal. Svo gerist það aldamótaárið eða ári síðar, að Þorsteinn með leyfí Stefáns í Möðrudal, fer að byggja sér bústað á Kollseyrudal, sem er austan Möðrudalsijallgarða utarlega. Hann valdi stað, svokallaðan Fjárhól og fór að draga þar að grjót, en hafði áður grafið sér hól eða barð, skot eða byrgi til að hafa þar skjól og svefnstað, þangað til hús risi. Nú er frá því að segja að á Mel bjó Sigryggur Þorsteinsson og þar fær Þorsteinn fæði. Vinnukona á Mel var Guðbjörg Jónsdóttir. Hún fékk þann starfa að færa Þorsteini mat, svona um það bil hálfa leið og láta á fyrirfram ákveðin stað. Þangað vitjaði Þorsteinn matarins þegar honum hentaði. Nú gengur í rigningaveður svo Guðbjörg setur matinn í skjól, en ekki á vanalega staðinn. Það verður til þess að Þorsteinn fmnur ekki nestið. Verður þá svo að hann heldur áfram út í Mel og gistir þar um nóttina. Þegar hann kemur, daginn eftir að holu sinni, hafði hún fallið saman í rigningunni um nóttina. Má því álíta að hefði atvikið með matinn ekki gerst, hefði hann orðið undir rofínu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Af búsetu varð ekki og gat fleira en þessi atburður hafa valdið. Sögn í Vopnafírði var aö Helga hefði komið á staðinn og ekki litist heimilislegt. Guðbjörg var vinnukona á ýmsum bæjum, síðast á Hofí hjá séra Jakob og Guðbjörgu. Þorsteinn Þorbergsson varð vinnumaður hjá Pétri Kristjánssyni í Brunahvammi, síðar stórbónda á Hákonarstöðum. Þorsteinn hvarf svo til átthaga sinna og síðar til Vesturheims og drukknaði þar 1922. Björgvin Stefánsson var alinn upp á Háreksstöðum og kom oft á Fjárhól og var ólatur að segja frá. Ennþá koma þar grenjaskyttur og einnig smalar á hverju hausti. Þessu ágæta fólki er saga þessi ætluð. Skráð 24.3.2006 Hallgrímur Helgason Heimildir: A jjalla og dalaslóð eftir Pál Guðmundsson, kirkjubækur. Munnlegar heimildir: Þorgrímur Einarsson, Hrafnkell A. Jónsson. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.