Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 111
Ein lítil frásaga
Skömmu fyrir næstsíðustu aldamót kom til Vopnafjarðar af Suðurlandi, maður að nafni
Þorsteinn Þorbergsson. Hann fór í vist til Vigfúsar bónda á Vakursstöðum og konuefnið
Helga var með honum. Þorsteinn var mikill maður og sterkur, bjartur yfirlitum, vel farinn
í andliti, að öllu hinn drengilegast maður, en stamaði ákaflega. Kunni handahlaup öðrum
betur. Árið 1899 fluttu Þorsteinn 29 ára og Helga 22 ára að Möðrudal. Svo gerist það
aldamótaárið eða ári síðar, að Þorsteinn með leyfí Stefáns í Möðrudal, fer að byggja sér
bústað á Kollseyrudal, sem er austan Möðrudalsijallgarða utarlega. Hann valdi stað,
svokallaðan Fjárhól og fór að draga þar að grjót, en hafði áður grafið sér hól eða barð, skot
eða byrgi til að hafa þar skjól og svefnstað, þangað til hús risi.
Nú er frá því að segja að á Mel bjó Sigryggur Þorsteinsson og þar fær Þorsteinn fæði.
Vinnukona á Mel var Guðbjörg Jónsdóttir. Hún fékk þann starfa að færa Þorsteini mat,
svona um það bil hálfa leið og láta á fyrirfram ákveðin stað. Þangað vitjaði Þorsteinn
matarins þegar honum hentaði. Nú gengur í rigningaveður svo Guðbjörg setur matinn í
skjól, en ekki á vanalega staðinn. Það verður til þess að Þorsteinn fmnur ekki nestið. Verður
þá svo að hann heldur áfram út í Mel og gistir þar um nóttina. Þegar hann kemur, daginn
eftir að holu sinni, hafði hún fallið saman í rigningunni um nóttina. Má því álíta að hefði
atvikið með matinn ekki gerst, hefði hann orðið undir rofínu með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum. Af búsetu varð ekki og gat fleira en þessi atburður hafa valdið. Sögn í
Vopnafírði var aö Helga hefði komið á staðinn og ekki litist heimilislegt. Guðbjörg var
vinnukona á ýmsum bæjum, síðast á Hofí hjá séra Jakob og Guðbjörgu. Þorsteinn
Þorbergsson varð vinnumaður hjá Pétri Kristjánssyni í Brunahvammi, síðar stórbónda á
Hákonarstöðum. Þorsteinn hvarf svo til átthaga sinna og síðar til Vesturheims og drukknaði
þar 1922. Björgvin Stefánsson var alinn upp á Háreksstöðum og kom oft á Fjárhól og var
ólatur að segja frá. Ennþá koma þar grenjaskyttur og einnig smalar á hverju hausti. Þessu
ágæta fólki er saga þessi ætluð.
Skráð 24.3.2006
Hallgrímur Helgason
Heimildir: A jjalla og dalaslóð eftir Pál Guðmundsson, kirkjubækur.
Munnlegar heimildir: Þorgrímur Einarsson, Hrafnkell A. Jónsson.
109