Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 148
Múlaþing
Fánastöngina ber í fjós Konráðs og svo
Gamla skóla.
Fast við stöngina má greina kamarinn
sem settur var yfir kamarforina. En nú er
rétt að líta á fyrstu myndina sem tekin er frá
vestri eins og áður getur.
Fremst á myndinni sést þak ískjallarans,
snjó- og ísgeymsluhússins, og neðan við
það fast við veginn viðbyggður frystiskúr.
Þar var síldin pönnuð og fryst í kuldablöndu
af snjó eða ís og salti áður en hún var látin
í frostklefana. Þeir voru um hríð tveir,
útbyggingar að austan, og virðist sjást móta
fyrir þökum þeirra á myndinni. - Næst
koma tvær „félagslegar byggingar,“ Gamli
skóli (1906) ofan vegar og Templarinn
(1895), lágreist bygging neðan vegar. -
Milli þessara húsa og fjóssins er
Götuhússlækur, vatnslítill. Á ytri lækjar-
bakkanum má greina litla byggingu með
reykháf, hugsanlega þvottahús með aðstöðu
til að sjóða slátur og bræða mör? Ofar með
læknum sést hleri yfír brunnholu þar sem
neysluvatnsleiðsla átti upptök sín. Á þessari
mynd sést vel vegurinn, afstaða húss og
tjarnar og fyrstu sjóhús Konráðs sem bera í
verslunar- og íbúðarhúsið. - Næst þeim
koma svo sjóhúsin frá Brekku og síðan
Þinghóll með sjóhúsum.
Myndin er nú orðin óskýr og rétt djarfar
fyrir verstöð Konráðs yst, en frá henni eru
tvær síðustu myndimar.
Mynd 2 er tekin af sjó. Hún skýrir
nokkuð það sem sagt er að framan um hús
vestan Konráðshúss, sýnir t.d. Gamla skóla
og Templarann að hluta, en nær ekki
austurhlið Frosthússins, því miður.
Upp úr 1890 færði Konráð útgerð sína
og fiskverkun út fyrir Þinghól. Elstu
sjóhúsin voru eftir það notuð sem geymslur
að hluta en sumpart rifín og viðir nýttir á
ný.
Fyrsta ívemhúsið ytra var nefnt Kastali
og fékk svo útgerðarstöðin nafn af því.
Á fímmtu mynd sést afstaða vinnu-
svæðis og íbúðanna.Til vinstri sér á enda
sjóhúsa og upp frá þeim jaðar fískreitanna.
Skágata liggur út og upp á dálitla
hæðarbungu og tengir sjóhús og ibúðir.
Allhá grjóthleðsla er frá fjöru að brún
„Háugötu“, sést glöggt á myndinni.
Kastali, hús með brotnu þaki, var
byggður fyrst, og þá áfastur eldra húsi, litlu,
sem ekki sést á myndinni.
Neðan við Kastala er vióbygging á
staumm, Meyjarskemma. Ofan við hann er
svo Efri-Kastali, byggður 1905, þrjár íbúðir
ætlaðar formönnum á jafnmörgum mótor-
bátum.
Niðri var eldhús og stofa, uppi svefn-
herbergi og dyraskúr við hverja íbúð. Fáir
metrar voru milli Kastalanna, umhverfí
húsanna snyrtilegt og þurrt.
Á sjöttu myndinni sjást fiskreitir, stakk-
stæði og bátar notaðir til fískþvotta,
bryggjan og sjóhúsin.
í húsinu til hægri vom íbúðir í risi, tvö
lítil „baðstofu“-herbergi.
Þetta hús fékk heitið Velta. Neðan við
það var skúrbygging þar sem línan var beitt.
Síðast byggði Konráð allstórt hús,
tvílyft. Þar var geymt salt og fleira og
þurrkaður saltfiskur metinn og búinn til
útflutnings. Þetta hús sést ekki á myndum
Ingimundar, stóð litlu vestar en bryggjan og
kallað Gula pakkhús.
Konráð Hjálmarsson fæddist á Reykjum
í Mjóafirði 9. maí 1856.
Ungur vann hann við verslanir og nam
verslunarfræði í Kaupmannahöfn. Kona
hans var Sigríður Jónsdóttir Espólín og
stofnuðu þau heimili sitt í Mjóafirði 1880.
Konráð hófst brátt handa um útgerð og
verslun sem hann síðan stofnaði formlega
1886. Hann byrjaði útgerð með einn árabát
146