Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 135

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 135
Frá Jökuldalsfólki Baðstofan í Hnefilsdal. Maðurinn á hestinum er Ragnar Agústsson. Eigandi myndar: Jökuldalshreppur hinn forni. henni er hið sama burðarvirki og steypt var fyrir kerrubrúna árið 1924. En Guðmundur Hávarðsson var framfaramaður á fleiri sviðum. Hann lét gera vandaða og nýstárlega baðstofu í Hnefilsdal árið 1896 með gluggaþili milli stafna uppi og niðri, sem var íverustaður fólks fram um 1960. En framfaramálin gengu hægt eins og fram er komið, og við bættist erfitt árferði, sér í lagi vorharðindi 1899, en þá gáfust upp hey í Hnefilsdal og vafalaust víða annarsstaðar líka, og rak þá Guðmundur Hávarðsson um 400 fjár norður í Möðrudal til beitar. í dalskoru sem kallast Möðrudalur vestan í Fjallgörðunum voru þá einhverjar snapir, en segja má að nú um stundir sjáist þar ekki stingandi strá. Fljótlega mun hafa gengið í norðanstórhríð sem stóð óvissan tíma, og varð þá að reka féð nærri bæ og standa yfír því. Eitthvað af fé fórst í krapablám þegar snjóa tók að leysa m.m. Voru æmar þar fram yfír sauðburð, en á heimleiðinni tókst ekki betur til en svo að ungur vinnumaður Guðmundar, Jón Brynjólfsson að nafni, fórst í Sauðá á Dal, en hann hafði verið uppfóstraður af þeirn hjónum Guðmundi og Jómnni í Hnefílsdal, mun enda hafa verið frændi Jórunnar. Reyndar hefí ég sterkan grun um að þeir bræður Pétur og Guðmundur hafí báðir rekið fé norður, en Pétur hafði þá fyrir nokkm misst konu sína eins og áður er fram komið, og hygg ég að þegar hér var komið hafí hann verið öðmm þræði viðflæktur hjá bróður sínum í Hnefílsdal, og vel gátu þessi harðindi ásamt sviplegu fráfalli vinnumannsins orðið til þess að þeir bræður fóru að hugsa til þess að flytja vestur um haf. Verið getur og að þeim hafi orðið hugsað til þess hvenær helstu flutninga-leiðir til kaupstaðar yrðu orðnar greiðari, og hafi máski örvænt um að árin yrðu ansi mörg áður en það yrði. Nú fór að styttast í yfírráðum Hneflunga á jörðinni Gauksstöðum, því vorið 1902 flutti Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum, sem síðar var kenndur við Fossvelli í Hlíð, í Gauksstaði, hafandi keypt jörðina af erfingjum Hávarðs Magnússonar (Helgu Hávarðsdóttur samkv. Sveitum ogjörðum í Múlaþingi), og Gunnar bjó á Gauksstöðum næstu fímm ár. Þar með var lokið eign og ábúð Hneflunga á jörðinni. Vorið 1903 fór Pétur Hávarðsson frá Hnefílsdal vestur um haf með tvær dætur sínar, Oddnýju Helgu Sigríði sem þá var liðlega tvítug og hafði verið vinnukona á Skjöldólfsstöðum, og Hallfríði Elínu Þóm sem þá var 14 ára, en Sigvarður sem þá var 24 ára varð eftir hér á landi eins og fyrr er fram komið. Pétur lést í Grafton Norður- Dakóta 5. janúar 1925, og hefur þá verið um sjötugt. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.