Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 42
Múlaþing
Eyvindará íforgrunni, túnstœði á Kálfshóli. Ljósmyndari og eigandi myndar: Guðríður Magnúsdóttir.
að fjöllin hafí „smalað sig sjálf‘ í fyrstu
snjóum. Kvíslardalur liggur þó allhátt og
gat stundum verið erfítt að ná fé þaðan eftir
mikla haustsnjóa.
Ekki er vitað um nema þrjú býli í
Eyvindarárdal, Dalhús þar sem búið var um
aldir fram til 1945, Kálfshól þar sem búið
var 14 ár frá miðri 19. öld og Þuríðarstaði
hvar búið var á síðari hluta 19. aldar. Hér
verður aðeins ijallað um búskap á Kálfshóli
og síðustu byggð á Þuríðarstöðum.
Aðalheimildir eru prestþjónustu bækur
Eiðasóknar og nágrannasókna, þau sóknar-
mannatöl, sem til eru (þau vantar í
Eiðasókn frá 1866-1892) svo og manntals-
þingabækur sýslumanna. Einnig er stuðst
við kirkjubækur sókna, sem fólk kom frá
eða flutti til. Víða er höfð hliðsjón af Ættum
Austfirðinga eftir sr. Einar Jónsson prófast á
Hofi í Vopnafírði.
Búskapur á Kálfshóli 1850-1864
Kálfshóll er þekktur sögustaður í Eyvindar-
árdal. Þar sátu Helgi Ásbjarnarson og
fylgdarmenn hans fyrir Helga og Grími
Droplaugarsonum eins og frá er skýrt í
Droplaugarsonasögu. Laust þar í bardaga,
Droplaugarsynir féllu ásamt fleirum en
Grímur var þó græddur og hefndi síðar
bróður síns.
Áður en lengra er haldið skal nefnt að á
bls. 206 í 2. bindi ritsins Sveitir og jarðir i
Múlaþingi er flest rangt um búsetu og
ábúendur á Kálfshóli.
Kálfshóll er fyrst nefndur í sóknar-
mannatali Eiðakirkju í apríl 1851. Bæinn
reisti Magnús (5607) Jónsson, f. um 1803,
uppalinn á Strönd og í Kollsstaðagerði á
Völlum. Faðir hans Jón (5805) Oddsson,
bjó á áðumefndum bæjum og er frá því
greint í Æ. Au. Kona Jóns var Sigríður
(11219) Jónsdóttir, f. um 1772, hálfsystir
Magnúsar (1116) Jónssonar sem bjó á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá 1779-1784, á
eftir frumbyggjanum Pétri Guðmundssyni.
Magnús á Kálfshóli var tvíkvæntur.
Fyrri konan var Guðný (5724) Bjamadóttir
(5717) Eiríkssonar og Bjargar (7961)
40