Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 116
Múlaþing
við túlkun á þessari byggingu er þó að allt
bendir til að búseta í henni hafí ekki verið
samfelld heldur árstíðabundin. Smásjár-
greining á gólflögum sýnir, svo ekki verður
um villst, að gólflögin eru mynduð úr
fjölmörgum, örþunnum lögum. Þessi lög
samanstanda af ösku úr eldstæði og leifum
jurta sem lagðar hafa verið á gólfið. Milli
þeirra eru þunn jarðvegslög, líklega einkum
efni sem hrunið hefur úr þaki og veggjum á
þeim tímabilum sem húsið stóð autt.7 Leifar
skordýra í gólflögum benda einnig til að
byggingin hafi reglulega fallið úr notkun,
þar sem engar leifar fundust af þeim
skordýrategundum sem algengastar eru í
híbýlum manna. Þvert á móti fundust
einungis skordýr sem yfirleitt halda sig á
graslendi eða á heiðum og hafa líklega
hreiðrað um sig í torfþakinu.8 í mannvirki I
fundust nánast engin bein og af gripum
aðeins þrjár steinflísar. Ein þeirra kann að
hafa brotnað af þegar tinna var slegin til að
kveikja eld en hinar flögumar tvær virðast
hafa verið höggnar til og hafa beittar brúnir.
Þær hafa því líklega verið notaðar sem
einhvers konar verkfæri til að skera eða
skafa með. Jafnvel þótt víðast hafi verið
hætt að nota steinverkfæri á jámöld (þegar
járnverkfæri tóku við) hafa leifar steinverk-
færa frá víkingaöld fundist um alla norðan-
verða Evrópu og hafa slík verkfæri fundist
víðar á íslandi.9 Allar steinflísamar sem
fúndust í Pálstóftum vom annaðhvort jaspis
eða kvars.
Mannvirki II er aðeins um 3 m2 að
innanmáli. Ekki var hægt að sjá nein merki
þess að húsinu hefði verið skipt og ekki
vora vísbendingar um neinn innri búnað í
því. Byggingin er að öllum líkindum
geymsla eða hlaða. í gólflögum hennar var
mikið af grasleifum sem bendir til þess að
hey hafi verið geymt í þessum litla kofa.
Engir gripir fundust í húsinu né við það.
Mannvirki III snýr þvert á allar hinar
tóftimar. Veggir þess eru mun óvemlegri en
hinna tóftanna og í því fundust engin
ummerki um stoðarholur, ólíkt hinum
byggingingunum þremur. Allt bendir þetta
til þess að ekki hafi verið þak á
mannvirkinu, sem var um 9 m2 að innan-
máli. Þetta hefur þá verið einhvers konar
gerði, lítil girðing eða stía fýrir skepnur,
e.t.v. notað sem kvíar til mjalta. Greining á
fosfati innan gerðis sýndi að fosfatsmagn
var þar örlítið meira en utan þess, en ólíkt
því sem var í mannvirki I reyndist aðal-
uppistaða fosfatsins lífræn efni.10 Þau lög
sem safnast höfðu saman innan gerðis vom
í góðu samræmi við þetta en þar sást engin
aska heldur aðeins nokkrar linsur af
lífrænum efnum. Líklegast er að orsök þess
að meira var af lífrænu fosfati í gerðinu sé
að þar hafi safnast tað. Eflaust hefiir verið
stungið út úr mannvirki III reglulega. Á
bletti rétt norðan við það greindist meira af
lífrænu fosfati en annars staðar umhverfis.
Þar gæti hafa verið haugurinn sem mokað
var upp í.11
7 Milek, K. 2007. ‘Micromorphological analysis of the floor sediments’, í Gavin Lucas, Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við
Kárahnjúka 2005.
^ Phil Buckland 2007. ‘Fossil Insect remains’, í Gavin Lucas, Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við Kárahnjúka 2005.
^ T.d. á Granastöðum í Eyjafirði og á Hofstöðum í Mývatnssveit.
^ Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2007, op. cit.
'' Sólveig Guðmundsdóttir Beck 2007, op. cit.
114