Heilsuvernd - 01.03.1951, Síða 10

Heilsuvernd - 01.03.1951, Síða 10
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Merkilegar manneldistilraunir Það sem sérkennir danska lækninn og manneldisfræð- inginn Mikkel Hindhede, og starf hans allt, er gerhygli hans, er kemur m. a. fram í því, að honum er sýnt um að eyða ekki meiru en því, sem vel má komast af með. Sem sjúkrahúslæknir notaði hann lítið af lyfjum, enda taldi hann þau flest gagnslitil. Sjálfur var hann sparneytinn og m. a. frábitinn áfengi og tóbaki. Æviatriðum hans var lýst stuttlega í síðasta hefti (4. hefti 1950), og verður nú greint nánar frá nokkrum rannsóknum hans, sem hann ávann sér heimsfrægð fyrir. Hindhede var svo lánssamur, er hann hafði fengið til umráða hina langþreyðu rannsóknarstofu, að honum buð- ust aðstoðarmenn hver öðrum betri. Kunnastur þeirra var Frederik Madsen. Hindhede gerði sig ekki ánægðan með næringartilraunir á kanínum og rottum. Hann vildi gera tilraunir á mönnum, og Madsen varð einskonar tilrauna- „kanína“, alltaf reiðubúinn til að prófa mismunandi fæðu- tegundir. Hindhede gerði þessar tilraunir oft einnig á sjálf- um sér og öðrum, er buðu sig fram sem sjálfboðaliðar. Kartöflutílraunir. Ein af fyrstu rannsóknum Hindhedes í rannsóknarstofu sinni voru tilraunir með kartöflufæði. Fr. Madsen nærðist í heilt ár á kartöflum og smjörlíki ein- göngu, auk vatns. Mikið af þessum tíma stundaði hann erfiðisvinnu. Annar ungur maður lifði á samskonar fæði í iy2 ár með ágætum árangri. Margir læknar skoðuðu þá

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.