Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 20

Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 20
12 HEILSUVERND Sérstaklega athugaði ég, hvað menn báru í garðana í fyrra. Reyndist þá vera svo, að ég einn hafði borið í garðinn þriggja ára gamalt sauðatað, sem orðið var mjölsmátt. Hver gat orsö'kin verið önnur? Eg er kominn á þá skoðun, að hæfilega gamall áburð- ur, sem rotnunargerlarnir hafa haft tækifæri til að breyta, sé hlaðinn sterkju, lykt eða óþægilegu bragði, svo að kál- flugan þýðist ekki að leggja egg sín þar. Enda sést þetta nokkuð af því, að þar sem loftáburður er notaður, verð- ur mest vart við kálfluguna. Þar er líka engin rotnun til jafns við það, sem á sér stað í gömlum haug. Getur lika hugsazt, að í gamla haugnum myndist einhver geislavirk efni, sem fæli fluguna. Þetta atriði er órannsakað og því ekki gott að segja ákveðið um það, fyrr en vísindin hafa leitt þetta í ljós. I rúm tuttugu ár, sem ég hefi verið við ræktun meira og minna, hefi ég veitt því eftirtekt, að rætur jurtanna verða uppbólstraðar af örfínum vef, sem bindur mikið magn af mold í sér, þegar jurtirnar vaxa í jarðvegi með rotnuðum áburði. Þar sem áburðargjöfin er loftáburður eða annað ó- rotnað efni, verða ræturnar sléttar og hreinar. Þetta hefir það í för með sér, að hin fyrr umgetna rót hefir miklu meira tækifæri til að vinna næringarefni úr jarðveginum en hin, og það hefir mikið að segja fyrir vöxt jurtarinnar. Ættum við því að kappkosta að bæta jarðveginn, svo að þessi rótarnet fái að þroskast sem bezt. TIL ÁSKRIFENDA og FÉLAGSMANNA. Látið ekki dragast að kaupa hina nýju bók NLFl, „Mataræði og heilsufar", eftir enska manneldisfræðinginn Sir Robert McCarrison. Þið fáið hana senda burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun. Hún verður einnig send með póstkröfu, eða, ef menn óska, án kröfu, og verður andvirði hennar bá innheimt um leið og áskriftargjöld Heilsu- verndar eða félagsgjaldið. Muniö, aö af 50 kr. pöntun er gefinn 10% afsláttur, og af 100 kr. pöntun eöa þar yfir 20%.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.