Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 34

Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 34
26 HEILSUVERND ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA um útvegun heilnæmra fæðutegunda. 1 sameinuðu Alþingi var nýlega samþykkt þingsályktunartillaga sú, er fer hér á eftir ásamt greinargerö. Tillagan var samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum, að viðhöfðu nafnakalli, og sátu 3 hjá við at- kvæðagreiðsluna. Ber að þakka alþingismönnum þann velvilja og skilning að ljá tillögunni samþykki sitt, og sérstaklega eiga flutnings- mennirnir þakkir skildar, þau Hannibal Valdimarsson, sem var aðal- flutningsmaður og framsögumaður, Rannveig Þorsteinsdóttir, Ás- mundur Sigurðsson og Jóhann Þ. Jósefsson. TILLAGAN. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um það við hlutaðeigandi yfirvöld, að Náttúrulækningafélagi Islands verði veitt nægileg innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til innflutnings á ómöluðu korni, ósigtuðu mjöli, grænmeti að vetrinum, þurrkuðum ávöxtum o. s. frv., til þess að félagið geti séð félagsmönnum sínum og öðrum landsmönnum, er þess kynnu að óska, fyrir heilnæmum og óspilltum matvælum, sem nú er miklum vandkvæðum bundið að útvega. GREINARGERÐ. Náttúrulækningafélag Islands, með Jónas lækni Kristjánsson fyrr- um alþingismann í fararbroddi, hefir á undanförnum árum beitt sér fyrir mjög þýðingarmiklu starfi í þá átt að opna augu þjóðarinnar fyrir aukinni neyzlu óspilltra og heilnæmra matvæla, svo sem græn- metis, ómalaðs korns, ósigtaðs mjöls, sojabauna, ávaxta o. s. frv. I Náttúrulækningafélaginu munu nú vera um 1700—1800 félags- menn, og víðs vegar um landið er fjöldi fólks, sem hefir mikinn hug á að haga mataræði sínu að meira eða minna leyti i samræmi við kenningar þessa félagsskapar eða forgöngumanna hans.. — Sem vott um almennan áhuga á þessum málum má benda á hina miklu aðsókn að nýafstaðinni matvælasýningu Náttúrulækningafélagsins, sem stóð aðeins í 3 daga, en var þó sótt af um 4000 manns. En hér er ekki hægt um vik, því að ýms af þeim matvælum, sem mestu varða, eru oft lítt fáanleg eða ófáanleg. Má þar nefna græn- meti að vetrinum, þurrkaða ávexti og nýja, ómalað korn, nýtt mjöl o. fl. Ef einhver vildi skýra þetta með gjaldeyrisfátækt þjóðarinnar, fer það skeyti framhjá markinu, því að nýtt grænmeti, svo sem hvítkál, gulrætur og þess konar, er mjög ódýrt í innkaupum og ómalað korn kostar engan aukagjaldeyri, þar sem það kæmi i stað annarrar mjöl- vöru. Og að því er ávextina snertir leggur Náttúrulækningafélagið að vissu leyti meira upp úr þurrkuðum ávöxtum (rúsínum) en nýjum,

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.