Heilsuvernd - 01.03.1951, Síða 36

Heilsuvernd - 01.03.1951, Síða 36
28 HEILSUVERND um í veigamiklum atriðum í öfuga átt um fæðuval og heilsusamlegt mataræði. Bregða eftirfarandi tölur úr innflutningsskýrslum all- skýru ljósi yfir þessar óskemmtilegu staðreyndir . Tölurnar hér á eftir sýna innflutning helztu tegunda kornmatar í kg á mann á ári. Heill Rúg- Hveiti- Hrís- Bygg Hafra- rúgur mjöl mjöl grjón mjöl 1873—-79 43 9 0,5 6 13,5 >> 1880—84 40 13 2 9 15 >> 1885—89 33 17 8 9 15 ” 1890—94 24 20 10 10 16 ” 1895—99 23 29 15 11 16 0,6 1900—04 21 33 18 12 15 1,5 1905—09 15 37 23 10 8 6 1910—14 11 49 27 10 >> 12 1915—19 1 54 39 6,5 >> 21 1920—24 1 55 37 6 >> 17 1925—29 3,5 47 41 7 >> 17 1930—34 4 39 45 6 >> 15 1935—39 2 47 43 6 »> 14 1949 ” 36 58 4 >> 9 Ætli þeir verði ekki nokkuð margir, sem þessar tölur athuga, er hljóta að viðurkenna, að þróun kornvöruinnflutnings stefni í öfuga átt við það, sem vera ætti og skynsamlegt væri? Allt fram undir aldamót er það ómalað korn, sem setur aðalsvip- inn á kornvöruinnflutninginn. Það er heill rúgur, hrísgrjón og bygg. — Nú er heili rúgurinn horfinn og byggið sömuleiðis. í byggsins stað er komið haframjöl. Hrisgrjónaneyzlan hefir lítið breytzt allt þetta tímabil. Rúgmjölsinnflutningurinn hefir fjórfaldazt síðan 1873, úr 9 kg. í 36 kg. á mann á ári. Þetta er í sjálfu sér afturför, því að ómalað korn getur geymzt óskemmt svo árum og jafnvel öldum skiptir. Að það sé óskemmt, má m. a. marka af því, að það getur spírað. En jafnskjótt og það hefir verið kurlað eða malað, byrja í því efnabreytingar, sem spilla mjölinu og eyða meðal annars fjörefnum þess. Verða skemmdirnar þeim mun meiri sem lengra líður. Munurinn á nýmöluðu og geymdu mjöli finnst greinilega á bragðinu. Brauð úr nýmöluðu mjöli er svo ilmandi bragðgott, samanborið við annað brauð, að þeir einir trúa, sem reynt hafa. Enn meiri skemmd er það á hveitikorninu, sem hingað flyzt, að við mölunina hefir hýðið jafnan verið sigtað frá og því fleygt í burtu. Er það venjulega selt við lágu verði sem gripafóður. — En þar með er einmitt kastað burtu verðmætustu næringarefnum kornsins. Þessi

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.