Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 7

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 7
HEILSUVERND 67 fram á, að meðferð lækna á þeim er ekki lækning, heldur viðgerð, sem heppnast þó ekki nema endrum og eins. Læknastéttin hefir sefjað sig með þeirri staðreynd, að meðalævin hefir lengzt. Þetta er að vísu rétt. En ekki er þar með sagt, að heilsufar almennings hafi batnað. Hækk- un meðalaldurs stafar af útrýmingu skæðra farsótta og sérstaklega af því, að ungbarnadauði hefir stórminnkað vegna betri meðferðar á ungbörnum. En svo er uppeldi barna með þeim hætti, að því fer fjarri, að þeim auðnist að varðveita meðfædda og náttúrlega heilbrigði. Það verð- ur ekki, meðan t. d. börn koma í skólann með kóka-kóla og vínarbrauð í nestið, eða meðan keppzt er við að sjóða mjólkina ofan í ungbörnin og ausa hvítum sykri í mat þeirra. Slíkt er ósvikin sjúkdómaræktun. Menn mega held- ur ekki láta það villa sig, að tekizt hefir undir ötulli for- ystu þeirra, er þeim málum stjórna, að hefta viðgang berkla- veikinnar og draga stórlega úr manndauða af hennar völd- um. Þar með er ekki sagt, að lífsorka og táp eða ónæmi gegn veikinni hafi aukizt, síður en svo. Eins og oft hefir verið bent á áður, er hér þörf á nýrn læknisfræði, og ég vil segja nýrri hugarstefnu. Flestir líta á sjúkdóma sem óumflýjanlegt böl. Og læknar, eink- um sérfræðingarnir, virðast líta á einstök líffæri manns- líkamans sem sjálfstæða hluta, sem standi ekki í neinu sambandi við líkamsheildina, eins og dæmin hér á undan sýna. Hin nýja stefna segir oss, að mannslíkaminn sé ein órjúf- anleg heild. Sjúkdómur, sem brýzt út í einu líffæri, er sýni- legur vottur um það, að líkaminn er állur sjúkur. Og sjúk- dómarnir eru engin tilviljun. Þeir eiga sínar orsakir, og lækning er í því fólgin að útrýma orsökunum, jafnframt því að létta undir með innri lækningamætti líkamans með einföldum og ósaknæmum ráðum, svo sem böðum, föstum, stólpípum o. fl., til þess að bæta sem fyrst unnið tjón. Þessi nýja stefna, náttúrulækningastefnan, er ævagömul. Þannig var hún í hávegum höfð af Hippókratesi og fleiri

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.