Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 28
HEILSUVERND Safnhaugagerð Haagborgar. Fyrir 20 árum var í ráði að setja upp sorpbrennslustöð í Haag í Hollandi. Úr því varð þó ekki, því að nokkrir áhuga- samir menn stofnuðu hlutafélag í því skyni að nota sorp borgarinnar til safnhaugagerðar. Náði félagið samningum við borgarstjórnina á þeim grundvelli, að greiðsla fyrir brottflutning sorpsins yrði ekki meiri en kostnaðurinn við brennslu þess hefði orðið. Yfir safnhaugasvæðinu hafa verið byggðar fjórar braut- ir fyrir járnbrautarvagna, 6 m frá jörðu og 470 m langar, og eru 16 m á milli þeirra. Sorpvögnunum er ekið eftir þessum loftbrautum, 16 vögnum í senn, og tekur ekki nema 30 sekúndur að tæma þá gegnum op í botni þeirra. Sorpið er síðan jafnað með sérstökum vélskóflum og vatni spraut- að yfir iþá úr vatnsleiðslum, sem liggja meðfram járnbraut- inni. Vatninu, sem rennur frá safnhaugunum, er safnað í þró, og síðan er það notað aftur, til þess að engin áburðar- efni úr safnhaugunum fari til spillis. Auk þess er í því mergð gerla, sem flýta fyrir efnabreytingum í haugnum. Á einum sólarhring er hitinn í haugnum kominn upp í 70 stig á Celsíus eða vel það. Af þessu leiðir, að sorpið sótthreins- ast þegar í byrjun, og rottur og önnur kvikindi fá skjótan dauðdaga. Næsta dag er steypt úr sorpvögnum • ofan á hauginn og þannig haldið áfram, unz haugurinn nær upp undir brautina. Efnabreytingarnar í haugnum taka 4 til 8 mánuði, og fer það eftir árstíma. Á þessu tímabili hefir honum verið bylt einu sinni. Þá er haugnum, sem er nú svo að segja lyktar- laus, hlaðið á vagna, sem flytja hann inn í verksmiðjubygg- ingu. Þar er hann settur á sigti, sem er á stöðugri hreyfingu, verðmætir hlutir, málmar o. þ. h. skilið frá, grófustu hlutar malaðir og allur nýtilegur áburður þannig fínmulinn flutt- ur á færiböndum út á flutningabifreiðir eða skip.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.