Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 20
80 HEILSUVERND vinur. Hér fer á eftir lausleg þýðing á grein eftir hann úr einú af síðustu heftum Health Culture. Gigt er sjúklegt ástand vöðva eða tauga, og fylgja því eymsli og þrautir. Réttara væri að tala um vöðvabólgu eða taugabólgu, en fyrir almenning skiptir það ekki máli. Hverjar eru orsakir gigtar? Aðalorsökin er söfnun eit- urefna innan líkamans. Þessi eiturefni koma utan frá og myndast auk þess í líkamanum sjálfum. Eiturframleiðsla líkamans sjálfs á sér ýmsar orsakir. Þeirra á meðal má telja þunglyndi, hræðslu og geðshræringar, rangt fæðuval, og þá sérstaklega ofneyzlu sýrugæfra matvæla.* Hinsveg- ar er of lítils neytt af aldinum og grænmeti og of lítið drukk- ið af vatni — og hér er átt við vatn, en ekki mjólk, sem er matur, en ekki drykkur, né te eða kaffi, sem eru eitraðir drykkir. — Af þessu leiðir tregar hægðir og myndun eitur- efna, sem dreifast með blóðinu til allra vefja líkamans. Neyzla á hvítum sykri og hvítu hveiti sviptir líkamann nauð- synlegum fjörefnum og steinefnum. Of lítil hreyfing sviptir vöðvana eðlilegri stælingu og dregur úr hraða blóðsins um líkamann. Menn kunna ekki að hvílast, og loks er að nefna neyzlu á kaffi, tei, tóbaki og áfengi. Allt þetta á sinn þátt í myndun gigtsjúkdóma — og raunar flestra annarra sjúk- dóma einnig. Snögg eða langvarandi kæling vissra líkams- hluta getur einnig átt sinn þátt í myndun gigtar. Lækning gigtar er í þvi fólgin að útrýma orsökum henn- ar. Au'k þess má flýta fyrir bata með ýmsum ráðum. Eitt þeirra er heitir bakstrar eða heit böð, sem verður þó að viðhafa með gát, ef sjúklingurinn er veiklaður að öðru leyti. Þá er nauðsynlegt að ‘hreinsa ristilinn rækilega með stólpípu, og nota hana daglega, ef hægðir eru ekki í lagi. Það flýtir mjög fyrir bata að lifa í nokkra daga eingöngu á nýjum aldinum og nýju grænmeti. Nýr aldinsafi er og Sýrugæf matvæli eru: Kjöt, fiskur, egg, kornmatur.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.