Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 29
HEILSUVERND Ekki ex allt með felldu. Orðin hér að ofan koma manni í hug, þegar litið er á hina ægilegu útbreiðslu allskonar sjúkdóma og vanheilsu, sem þjá mannkynið. Og þó er ástandið verra en flesta grun- ar, því að fjöldi manna, sem virðast hafa hestheilsu, ganga ekki ’heilir til skógar. Þaðan af verst verður útkoman, þegar farið er að rann- saka „hjörtun og nýrun“, það er að segja við krufningu á ,,heilbrigðum“ mönnum. Tímaritið Health Culture segir frá því, að einn af þekktustu skurðlæknum Bandaríkjanna, dr. W. W. Keen, hafi gert fjölda krufninga á föllnum banda- rískum hermönnum í síðustu heimsstyrjöld. Hér var um að ræða menn á bezta aldri og úrvalið úr þjóðinni að líkam- legu atgervi og hreysti. I líkum hermanna undir tvítugs- aldri fann læknirinn sjúklegar breytingar í hjarta, lifur og nýrum í tveimur af hverjum fimm (40%). Af hermönn- um um fertugt reyndist aðeins einn af hverjum tíu (10%) laus við sýnilegar sjúklegar breytingar. Annar hver her- maður á þessum aldri hafði kölkun í nýrum, lifur og æð- um. Við venjulega læknisskoðun hefði ekki tekizt að finna þessar breytingar. Forseti líftryggingafélags í New York segir: ,,Af um- sækjendum hefir 43% verið neitað um líftryggingu vegna líkamlegra sjúklegra, einkenna, sem níu af hverjum tíu var ókunnugt um að væru alvarlegs eðlis“. Af þessu er ljóst, að sjúkdómar byrja í líkamanum löngu áður en sjúklingurinn verður þess var eða nokkur I safn’hauga þessa er nú tekið við sorpi frá 700.000 íbú- um í Haag og tveimur nærliggjandi borgum. Áburðurinn er mjög eftirsóttur, og er ekki hægt að fullnægja eftir- spurninni, enda þ'ótt framleidd séu 160 þús. tonn á ári. Enda er þetta mjög ódýr áburður, kostar sem svarar 11—12 ísl. krónur hvert tonn. (WMM).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.