Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 6

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 6
HEILSÚVERND Jónas Kristjámsson, lœknir: IVý læknisfræði. IVý hugarstefna. Hafa vestrænar þjóðir eða hin almenna háskólalæknis- fræði fyrir þeirra hönd gert sér grein fyrir þeirri sannreynd, að þær eru á hrapandi hrörnunarskeiði vaxandi kvillasemi og úrkynjunar, þrátt fyrir öll læknavisindi og framfarir á öllum sviðum læknisfræðinnar? Að vísu hefir læknisfræðinni tekizt að ráða nokkra bót á næmum sjúkdómum með auknum þrifnaðar- og sóttvarn- arráðstöfunum. En hrörnunarkvillarnir hafa vaxið örar en sem því nemur, og þeir eru ólæknandi með þeim aðferðum, sem hin almenna læknisfræði beitir. T. d. er ekki hægt að lækna sykursýki með insúlíni. Það heldur henni í skefjum um hríð og bætir líðan sjúklinganna. En lækning er það ekki, fyrst sjúklingurinn þarf að nota insúlínið að staðaldri, enda er engin bót ráðin á orsökum sjúkdómsins. Það er heldur ekki lækning á tannveiki, þótt tannlæknar fylli upp í holur eða dragi út skemmdar tennur. Orsakirnar eru látnar afskiptalausar, og nýjar holur myndast. Og þannig mætti telja upp flesta hrörnunarsjúkdóma og sýna

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.