Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 10
Gretar Fells, rithöfundur: listin ai lifd - og deyjfl. (Ur fyrirlestri). Stundum er því haldið fram, að langlífi sé síður en svo eftirsóknarvert í sjálfu sér, og í því sambandi er jafnvel talað heldur illa um ellina. Henni er margt til foráttu fund- ið, en æskan að sama skapi lofuð og vegsömuð. Því er 'haldið fram, að það sé ekki langlífi, er stefna beri að, heldur sé hitt eftirsóknarverðast að „lifa stutt — en lifa vél“, eins og það er orðað. En við þetta er það að athuga, að þegar talað er um að „lifa vel“ í þessu sambandi, er of oft átt við það, að lifa skemmtilegu og þægilegu lífi, jafnvei nautnalífi, eitthvað í svipuðum anda og fram kemur í hin- um fornu setningum: „Etum og drekkum og verum glaðir, því að á morgun deyjum vér“. Hér er auðvitað um villu- kenningu að ræða. Hitt er allt annað mál, að stutt líf getur verið jafn árangurs- og blessunarríkt og langt líf, og meira að segja miklu fegurra og stærra og gjöfulla í andlegum skilningi. Á það hér við, er Jónas Hallgrímsson sagði, að „oft hefur tvítugur fyrir tær stigið sjötugum segg, er svefnugur hjarði“.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.