Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 14

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 14
74 HEILSUVERND hinir, sem verða að burðast með veiklaðan likama, ná oft- sinnis háum aldri. Þetta er vegna þess, að hinir fyrr nefndu fara oft gálauslega að ráði sínu með tilliti til heilsu sinnar og líkamskrafta, en hinir siðar nefndu eru gaum- gæfnir um lífshætti sína alla. Það gerir gæfumuninn. — Lifðu með gát! — verður því fyrsta boðorð hvers þess manns, er lifa vill vel og lengi. (Niðurlag í næsta hefti). EITUREFNI í INNFLUTTU HEILHVEITI. Hér í ritinu (1.—2. h. 1948 og 2. h. 1949) hefir verið sagt frá því, að eitruðu efnasambandi (köfnunarefnis-tríklóríd, einnig kallað agene) sé blásið inn í hveiti til að verja það skemmdum. Er skýrt frá vísindalegum dýratilraunum, sem sýndu, að efni þetta olli alvarlegum taugatruflunum, er leiddu tilraunadýrin oft til dauða. Fyrir nokkru hefir verið bannað að nota þetta efni í ameriskt hvciti, sem ætlað er til neyzlu í landinu sjálfu. En jiað mun enn vera sett i útflutningsliveiti, og í Englandi mun það einnig vera notað. Nýlega skýrir enska timaritið Rude Health svo frá, að efni þetta, agene, sé einnig sett i heilhveiti. En með þvi að í heilhveiti er meira af fjörefnum en í hvítu hveiti og allar efnabreytingar örari, þurfi meira agene i það en i hvíta hveitið til að stöðva efnabreytingarnar og skemmdirnar, sem af þeim leiðir. Eftir þessu að dæma er það að fara úr öskunni í eldinn að borða erlent heilhveiti í stað hins hvíta. I jressu máli er þvi eina lausn- in sú, að flytja inn kornið og mala það hér heima, annaðhvort i stórum kornmyllum eða litlum heimiliskvörnum. Gildir það vit- anlega ekki aðeins um hveiti, heldur almennt um allt korn. HRESSINGARHEIMILI NLFÍ. Hressingarheimilið starfaði til ágústloka og var fuliskipað mik- inn hluta júli og ágúst, svo sem hin fyrri sumur. Tilliögun var með sama hætti og áður. í næsta hefti verður nánar skýrt frá starfseminni, og mun forstöðukonan, frú Sigurlaug Jónsdóttir, m. a. lýsa fæðinu og iáta lesendum i té nokkrar uppskirftir. FJÓRÐA LANDSÞING NLFÍ verður háð í Reykjavík laugardag 17. og sunnudag 18. október n. k.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.