Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 21
HEILSUVERND 81 ágætur, en drekki menn mikið af honum í býrjun, er hætt við að því fylgi auknar þrautir og óþægindi í bili. Drekka þarf að minnsta kosti sex glös af volgu vatni daglega, að morgni dags og á milli máltíða. Vatnsdrykkja er nauðsynleg vegna meltingar og hægða og til að leysa upp skaðleg úr- gangsefni og flytja þau á brott úr líkamanum. Menn verða að gefa sér góðan tíma til að borða, tyggja matinn vel og reyna að temja sér glaðlyndi. Liðagigt er bólgur í liðamótum víðsvegar um líkamann. Þetta er hræðilegur sjúkdómur, sem gerir menn karlæga eða að krypplingum, stundum á bezta aldri. Þennan sjúkdóm væri auðvellt að umflýja, ef menn vildu veita athygli byrjunareinkennum hans og láta þau sér að varnaði verða. Algengust þessara byrjunareinkenna eru þau, að menn eru dálítið stirðir, er þeir vakna og byrja að hreyfa sig á morgnana. Þessi stirðleiki getur komið fram í hvaða liðamótum sem vera skal, t. d. í fingrum eða höndum. Liðamótin eru ekki eins mjúk og liðug og þau eiga að sér, og gengur ef til vill illa að beygja þau fyrst í stað, en skjótlega liðkast þau, þegar menn eru komnir á fætur og farnir að starfa eða hreyfa sig. Þetta má heita óbrigðult merki um byrjandi liðagigt, og við þessari að- vörun ætti enginn að daufheyrast. Nokkru síðar fer að bera á eymslum og jafnvel verkj- um í liðamótum fyrst á morgnana. En þetta hverfur einnig, þegar kemur fram á daginn, svo að flestir halda, að engin alvara sé á ferðum. Næsta stigið er það, að liðirnir fara að bólgna, hvort sem því fylgja verkir eða ekki. Þá er engum blöðum um það að fletta, að um raunverulega liðagigt er að ræða. Á fyrstu stigum veikinnar er auðvelt að stöðva hana og lækna að fullu. Af fjörutíu ára reynslu sem læknir get ég fullyrt þetta. Til mín hafa leitað sjúklingar með liðagigt svo þúsundum skiptir, og hafi þeir hlítt ráðum mínum, veit ég enga undantekningu frá því, að þeir hafi hlotið fullan

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.