Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 9
HEILSUVERND Bahteríar snúast til vornar gegn lyfjnm. Á síðari árum hafa fundizt mörg ný lyf gegn 'bakteríum og vírusum, sem notuð hafa verið með miklum árangri gegn ýmsum næmum sjúkdómum, svo og bólgum og ígerð- um (súlfalyf, penisilín, streptómysín o. s. frv.). Því miður hafa lyf þessi ekki reynzt eins ósaknæm fyrir sjúklinginn og látið var í fyrstu, og hefir oft verið að því vikið hér í ritinu. Er þetta þeim mun hættulegra, sem læknar virðast kunna sér lítt hóf um notkun þeirra og beita þeim í tíma og ótíma, oft án þess að kunnugt sé um orsakir sjúkdómsins eða brýn nauðsyn sé fyrir hendi. Misnotkun þeirra er og hættuleg fyrir þá sök, að svo virðist, sem bakteríudrepandi áhirf þeirra dvíni, ef sami maður notar þau oft. Reynast þau af þeim ástæðum stundum gagnslaus, t. d. þegar lungnabólgu ber að höndum. Virðist svo sem sóttkveikj- urnar öðlist mótstöðuafl gegn lyfjunum, líkt og t. d. skor- dýr öðlast mótstöðuafl gegn eiturlyfinu DDT. f franska tímaritinu Vie et Santé segir, að tveir doktorar í líffræði við hina heimsfrægu Pasteurstofnun í París hafi skýrt svo frá, að við notkun hinna nýju bakteríudrepandi lyfja myndist smámsaman nýir bakteríustofnar, sem fram- leiði varnarefni gegn lyfjunum og verði þannig ónæmir fyrir þeim. Þannig hafi penisilín t. d. unnið á 90% vissra bakteríutegunda í fyrstu, en smámsaman hafi hinum ó- næmu stofnum fjölgað úr 10% upp í 80%. til þess að verða heilaþroskuð vera með sjálfstæðri hugsun. Hann hefir að mestu glatað eðlisávísan sinni, sem er rödd náttúrunnar og firrir dýrin að miklu leyti sjúkdómum og hrörnun. En mennirnir eiga að nota hugsun sína og vit í staðinn. Þeir verða að skilja, að mannlegir sjúkdómar eru sjálfskaparvíti og að náttúrlegt heilsufar hvers manns er fullkomin heilbrigði.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.