Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 11
HEILSUVERN.D 71 Samt sem áður er það svo, að aðalreglan er sú, að lang- lífi er miklu æskilegra en skammlífi, og mun ég leitast við að rökstyðja það í þessu erindi, þó að efninu verði að sjálf- sögðu lítil og ófullkomin skil gerð í stuttum fyrirlestri. En rökum þeim, er að þessu hniga, má aðallega skipta í tvennt, skynsemisrök og dulfræðileg rök, sem þó eru í raun og veru einnig skynsemisrök. Það segir sig nú sjálft, að lang- lífur maður hefur að öðru jöfnu aflað sér meiri lífsreynslu en hinn, sem skammlífari er, hefir þessvegna átt þess kost að læra meira af lífinu og einnig að láta meira gott af sér leiða. Hann hefir skilað stærra dagsverki. Og jafnvel þó að hann sé ef til vill ekki jafn miklum gáfum gæddur og skammlífi maðurinn, getur þó líf hans orðið miklu far- sælla og blessunarríkara og hlutur hans að flestu leyti betri. Því miður fer því fjarri hér á Vesturlöndum, að það sé í sjálfu sér talið takmark, er keppa beri að, að ná hárri elli, enda oft viðkvæði, eins og getið var í upphafi þessa máls, að mennirnir eigi miklu fremur að kosta kapps um „að lifa stutt og lifa vel“, eins og það er orðað. Að vísu má segja, að þeir, er slikt mæla, séu litlir alvörumenn og beri ekki að taka mikið mark á fleipri þeirra. En jafnvel meðal þeirra, er alvörumenn geta talizt og fullkomlega ábyrgir orða sinna og gjörða, ber allt of lítið á því, að nægilegum skilningi sé til að dreifa á því, hve eftirsóknarvert það sé að lifa — bæði vél og lengi. Þetta er í sjálfu sér því einkenniiegra, þegar um kristna menn er að ræða, sem það er ótvíræð- ara, að í trúarbók þeirra, Biblíunni, er því haldið fram mjög eindregið, að hár aldur sé æskilegur. Einhvers staðar í Gamla Testamentinu mun því vera haldið fram, að hinn eðlilegi aldur mannsins sé að jafnaði 70 ár — en 80 ár, þegar vel og viturlega sé lifað. Og eins og kunnugt er, segir frá því í hinni helgu bók, að sumir hinna fyrstu manna á jörðunni, svo sem t. d. Metúsalem, hafi náð óvenju- lega háum aldri, 300 árum eða meira, og virðist ekki um að villast, að hinn hái aldur þessara manna sé settur í sam-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.