Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 16
HEILSUVERND Vakið hefi ég máls á því, að Heilsuvernd birti lesendum sínum við og við gagnlegar athuganir um öndun. Gat ég því ekki neitað að segja nokkur orð á víð og dreif frá mínu leikmannsbrjósti, og hér koma þau. Fyrsta lífsnauðsynlega athöfn barnsins, þegar það fæð- ist í þennan heim, er að draga loft inn í brjóstholið, þrýsta því frá sér aftur, draga að sér nýtt loft og þannig fram- kvæma á víxl það, sem við köllum innöndun og útöndun. Og á þessu gengur alla ævina. Þegar mannlega veru hendir það að anda frá sér án þess að draga að sér loft á ný og þannig líður nokkur stund, verður þessi útöndun siðasta athöfnin í þessu lífi. Ósjálfráð er öndunin að nokkru leyti. Krafan um þessa innri snertingu við lífsloftið er alltaf á verði, í vöku og svefni. En þó getum við í vöku ráðið miklu um það, hvernig við öndum, hve létt og hve djúpt og hvernig yfirleitt andar- dráttarhreyfingin er framkvæmd. Öndun í svefni mun hjá mörgum vera með eðlilegri hreyfingu en öndun í vöku,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.