Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 26
HEILSUVERND
Um hvítlauk.
Fyrir ævalöngu 'þekktu menn undramátt hvítlauks til
lækninga og varnar gegn sjúkdómum. Um 3000 árum fyrir
Krists burð notuðu Ba'býloníumenn hvítlauk til lækninga.
Við byggingu pýramídanna í Egyptalandi var hvítlaukur
keyptur fyrir stórfé verkamönnum til matar. Hippókrates
hinn gríski, „faðir læknisfræðinnar“, notaði einnig hvít-
lauk til lækninga og ritaði greinar um áhrifamátt hans.
Og norskir víkingar og sjófarendur til forna fluttu með sér
hvítlauk, sem eflaust hefir átt sinn þátt í að verja þá gegn
skyrbjúgi.
Rannsóknir síðari ára hafa staðfest fornar og nýjar hug-
myndir manna um lækningamátt hvítlauks. Bakteríur, sem
settar eru í hvítlaukssafa, lamast og hætta að hreyfast
eftir þrjár mínútur. Ef hvítlaukssafa er dreypt í vökva
með bákteríugróðri í, leggja bakteríurnar þegar á flótta út
til allra hliða. Eftir tvær minútur eru sumar þeirra hættar
að hreyfa sig, og að tíu mínútum liðnum eru þær allar
orðnar hreyfingarlausar. Rannsóknir hafa og sýnt, að nýr
safi er miklum mun áhrifameiri en safi, sem geymdur
hefir verið í nokkra mánuði.
Hér í ritinu hefir áður verið sagt frá því, hvernig stór
og Ijót sár hermanna læknuðust á fáum dögum með hvít-
lauksbökstrum. (2. árg., 4. h.). Þá hefir læknir einn í fr-
landi, W. C. Minchin að nafni, notaði hvítlauk mjög til
lækninga og birt árangurinn í enska læknablaðinu Lancet.
1 því tilefni fékk hann bréf frá fjölda lækna víðsvegar að,
sem skýrðu honum frá því, að þeir hefðu einnig notað hvit-
lauk með áþekkum árangri.
Árið 1941 birti dr. Emil Weis skýrslu í The Medicál
Record um tilraun á 22 sjúklingum með meltingarsjúk-