Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 30

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 30
HEILSUVERND Um mataræði ungbarna. Sænski næringarfræðingurinn Ragnar Berg ritar ný- lega grein í Waerlands Mánads-Magasin og gagnrýnir leið- beiningar um mataræði ungbarna, gefnar út af sænskum sérfræðingum. Barnagrauta, búna til úr hveiti eða hafra- mjöli, mjólk og strausykri, telur hann of mikið soðna og of sýrugæfa og fjörefnasnauða. Og í stað strausykurs ráð- leggur hann mjólkursykur. En sú sykurtegund inniheldur efni (galaktóse), sem Berg kveður vera nauðsynlegt til myndunar heila- og taugavefja. 1 leiðbeiningunum sænsku er mæðrum ráðlagt að gefa börnum kjöt og fisk frá því þau eru sjö eða átta mánaða gömul. Hinsvegar kveður R. Berg þýzka sérfræðinga halda því fram, að ekki eigi að gefa börnum kjöt eða fisk, fyrr en þau eru 7 eöa 8 ára. Hefir hann það t. d. eftir prófessor Cohnheim, sem er þó mikill kjötvinur, að auk þess sem börn þrífist að minnsta kosti eins vel á jurtafæðu eins og kjötfæðu, hafi jurtafæða í för með sér betri meltingu og betri tæmingu þarmanna. læknir er fær um að greina það. Og oft og einatt hafa sjúk- dómsöflin unnið verk sitt með svo mikilli leynd, að sjúk- dómurinn er kominn á ólæknandi stig, þegar hann loksins brýzt út. Svo er það t. d. um krabbameinið. Gegn þessari „neðanjarðarstarfsemi“ er til eitt ráð — og aðeins eitt: Að lifa rétt. Fái líkamsvélin rétta næringu og rétta meðferð og sé frá henni bægt skaðlegum efnum og áhrifum, sem tízku og nautnasýki fylgja, gengur hún reglulega og lýtalaust, unz hún er „útgengin" og stöðvast hægt og hljóðlega, án þess að nokkursstaðar finnist í henni óeðlilegt slit eða skemmdir.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.