Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 23
HEILSUVERND Eiturniengaður jarðorgróður. Um allan hinn menntaða heim geysa sjúkdómar í nytja- jurtum og hafa ágerzt gífurlega á undanförnum áratugum. Til varnar gegn þeim eru notuð margvísleg eiturefni, sem dreift er yfir jarðveginn eða jurtirnar. Eitt þeirra'er arsen- ik. Eiturefnin síast að nokkru inn í jurtir og ávexti úr jarðveginum, setjast utan á gróðurinn og síast þannig inn utan frá. Ýmsir læknar telja þetta eina aðalorsök þess, hve mjög sumir sjúkdómar hafa aukizt, þar á meðal húðsjúk- dómar og krabbamein. Og dæmi eru til þess, að eiturverk- anir þessara efna í matjurtum hafa verið svo sterkar, að bráðir sjúkdómar og jafnvel dauðsföil hafa hlotizt af. Ung stúlka, sem hafði borðað nokkur epli úðuð með eiturlyfjum, lézt eftir þriggja daga legu. I meiri háttar matarveizlu amerískra lækna var úðað sparriskál á borðum. Um 100 læknar veiktust meira og minna, og suma varð að flytja í sjúkrahús. Úðað salat olli dauða nokkurra apa í Holly- wood. Af sömu ástæðu veiktust á annað hundrað apar í dýragarði einum, og af þeim drápust 8 og auk þess tveir svanir og aðrir fuglar. Sumsstaðar er jarðvegurinn orðinn svo mengaður arseniki, að gras þrifst þar ekki. Og dýr hafa orðið veik af að eta gras, sem vaxið hefir í eiturmenguðum jarðvegi. (WMM). um. Sé veikin orðin mögnuð, tekur lækningin lengri tíma, jafnvel mánuði eða ár. — Liðagigt getur einnig stafað af bakteríum, en jafnvel þá eru óhollir lifnaðarhættir og eitr- un líkamans meginorsökin.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.