Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 19

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 19
HEILSUVERND Rasmus Alsaker, læknir: Gigt og Höfundur þessarar greinar er lesendum HEILSUVERNDAR kunnur, því að hans hefir oft verið getið Iiér í ritinu. Hann er af norskum ættum en búsettur i New York og hefir starfað sem læknir um 40 ára skeið. Frá upphafi var honum ljóst, að flestir sjúkdómar stafa af rangri meðferð manna á líkama sínum og gjörðist því fráhverfur lyfjum og ýmsum öðrum algengustu lækn- ingaaðferðum stéttarbræðra sinna. Hefir hann ætíð í læknisstarfi sínu kappkostað fyrst og fremst að útrýma orsökum sjúkdómsins með náttúrlegum ráðum, sem miða að því að styrkja innri við- námsþrótt líkamans og gera honum kleift að yfirbuga sjúkdóm- inn. Sem dæmi má nefna, að við lungnabólgu hefir liann aldrei notað nein lyf, og kveðst hann aldrei hafa misst lungnabólgu- sjúkling, sem hlítt hefir hinum einföldu ráðum hans. — Rasmus Alsaker hefir skrifað margar bækur um heilbrigðismál. Auk þess hefir hann um tugi ára ritað veigamestu greinarnar í tímaritið Health Culture (Heilsurækt) og svarað spurningum lesenda. Greinin um mataræði ungbarna í Nýjum leiðum II er úr bók eftir hann. Þá grein ætti hver verðandi móðir að lesa og allar konur, sem eiga barn á fyrsta ári. Henni fylgja nokkrar lærdóms- rikar frásagnir, sem lýsa árangrinum af réttri meðferð ungbarna. Rasmus Alsaker leggur ríka áherzlu á rétt hugarfar. Hann er trú- maður, og öll bera skrif lians því ljóst vitni, að hann er mann-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.