Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 15
HEILSUVERND Venjulega er talið, að lungnabólga stafi af sýkli. Nátt- úrulæknar líta þó annan veg á orsakir hennar. Dr. Rasmus Alsaker kveður meginorsök lungnabólgu vera veiklun líkamsvefjanna vegna söfnunar eiturefna í þeim. Með þessu sé sýklunum búinn 'hentugur jarðvegur, sem er nauðsyn- legt skilyrði fyrir því, að þeir verði skaðlegir. Hann hagar meðferð sinni á lungnabólgusjúklingum í samræmi við þetta, og er vikið að árangri þeirra aðferða á öðrum stað í þessu hefti. Sú kenning, að lungnabólga sé fyrst og fremst innvortis óþrifnaðar- eða eitrunarsjúkdómar styrkist af þeirri staðreynd, að hún er lítt eða ekki næmur sjúkdómur, eins og vera mundi, ef bakterían væri aðalorsök hans. Og sömu ályktanir má draga af reynslu lækna hin síðari ár, sam- kvæmt upplýsingum frá sænskum lækni í nýlegu hefti af Waerlands Mánads-Magasin. Hann skýrir svo frá, að í seinni tið sé farið að bera á sveppálungnábölgu, sem er enn verri viðfangs en bakteríu- lungnabólga. Ástæðuna telur læknirinn þá, að þótt nýju lyfin ráði niðurlögum bakterianna, bæti þau ekki hið sjúk- lega allsherjarástand líkamans, þvert á móti. Afleiðingin verður sú, að sveppategundir, sem jafnaðarlega eru mein- lausar og jafnvel gagnlegar líkamanum, gjörast hættulegir sýklar. Slíks eru fleiri dæmi um bakteríur, sem lifa og eiga heima innan líkamans, en geta breyzt úr nytsömum gerlum í banvæna sýkla. GJAFIR I HEILSUHÆLISSJÓÐ. Ónefnd frú kr. 500. — Bjarni Sigurðsson frá Vigur kr. 200. — Jórunn Pálsdóttir kr. 100. — Kærar þakkir.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.