Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.09.1953, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 73 langt gengið og í framtíðardraumi Jesaja, sem áður var nefndur. En nú liggur fyrir að athuga, hvað það sé, er einkum til þess þurfi að ná háum aldri. Það er að sjálf- sögðu margt og verður fæst af því rakið hér, enda veitti sjálfsagt ekki af mörgum fyrirlestrum til þess að gera því öllu full skil. Hér verður aðallega drepið á eitt einasta atriði, en það er líka svo stórt atriði, að það getur talizt eitt af frumskilyrðum langlífis, ef ekki aðalatriði aðalatrið- anna á þessu sviði. Frá því segir í helgum fræðum Austur- landa, að lærisveinar Búddha hafi einhverju sinni komið að máli við hann, og beðið hann að láta sig hafa, ef unnt væri, í einu einasta orði þá leiðsögn, er fæli í sér allt eða flest, sem nauðsynlegt væri til þess að geta lifað heilögu lífi, er leiddi til lausnar. Var ekki til einhver móðurdyggð, er svo mætti kalla, móðurdyggð, er fæddi af sér allar aðrar dyggðir. Var ekki til eitthvert eitt leiðsagnarorð, er komið gæti í staðinn fyrir hundrað orð og gert þó sama gagn? Sagan segir, að Búddha hafi orðið við þessari ósk læri- sveina sinna. Hann lét þá hafa eitt orð, sem auðvelt er að muna, og felur vissulega í sér holla og sígilda áminningu, frjósamt orð og örlagaþrungið. Þetta eina orð var: gaurn- gcefni. — Var það vissulega samboðið vizkumeistaranum að velja þetta orð, enda mun mega rekja flesta heimsku og yfirsjónir til skorts á gaumgæfni. — Þegar um er að ræða langt líf og farsælt, er alveg áreiðanlegt, að þar er það einmitt gaumgœfnin, sem mestu máli skiptir. Fyrsta boðorð þess manns, er verða vill langlífur í land- inu, verður því þetta: Lifðu með gát! Tem þér gaumgæfni á öllum sviðum, gaumgæfni um mataræði, gaumgæfni um hreyfingu, hvíld og svefn, og síðast en ekki sízt — gaum- gæfni um tilfinningar, hugsanir og orð. Til marks um það, hve gaumgæfnin sé mikils virði með tilliti til heilsunnar, má nefna það fyrirbrigði, sem alkunnugt er, að menn, sem fengið hafa ef til vill mjög hraustan líkama í vöggugjöf, verða stundum skammlífir og deyja jafnvel skyndilega, en

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.