Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 18
10
HEILSUVERND
spáðu því að Björn mundi snúa bakinu við henni, þegar
hann færi að læra læknisfræðina. Sem svar við þeim spám
skal hér tekið orðrétt samtal Björns við blaðamann frá
Morgunblaðinu 1. febrúar s.l. „Hvernig er þá með nátt-
úrulækningarnar og læknisfræðina? Björn svarar: Þú
meinar, hvort námið hafi leitt í ljós að skoðanir mínar á
sviði náttúrulækninga hafi orðið að þoka fyrir læknavís-
indunum? Því er til að svara, að svo er ekki, enn sem fyrr
er áhugi minn á greinum náttúrulækninganna jafn mik-
ill og hann var, og ég sjálfur persónulega sannfærður um
grundvallarkenningar náttúrulækninganna."
Áður en Björn hóf nám í læknisfræði við Háskólann,
var hann þegar búinn að afla sér svo mikillar sjálfsmennt-
unar á sviði læknisfræðinnar, að margur læknakandidat
hefði mátt þakka fyrir að hafa þá þekkingu, sem hann
þá hafði þegar aflað sér. Það er ómetanlegur stuðning-
ur fyrir stefnu Náttúrulækningafélagsins, að jafn greind-
ur og menntaður maður, sem Björn er á sviði læknisfræð-
innar, skuli óhikað halda því fram í ræðu og riti að grund-
vallarkenningar náttúrulækningafélagsins séu réttar.
Náttúrulækningafélag Islands stendur í mikilli þakkar-
skuld við Björn fyrir hans margþættu störf í þágu fé-
lagsins.
Allir vinir Björns samfagna honum og óska honum til
hamnigju með þetta einstaka námsafrek, sem lengi mun
í minnum haft og sem fáir munu leika eftir honum.
Með elju sinni og dugnaði hefur Björn gefið ungu kyn-
slóðinni, sem leggur út á menntabrautina gott fordæmi
með elju sinni, dugnaði og hófsemi. Megi land vort og þjóð
eignast sem flesta syni og dætur eins og Björn L. Jónsson,
og megi land vort og þjóð njóta sem lengst starfskrafta
hans.
S. Danivalsson.