Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 12
4
HEILSUVERND
ugur, og var satt að segja mjög kvíðafullur um að ég 'hefði
tekið að mér verk, sem ég væri ekki fær um að leysa af
hendi.
Fyrsta verk mitt hjá félaginu var það að fara á fund
Ágústar. Hafði ég aldrei séð hann fyrr. Við fyrstu sýn
var mér strax ijóst að í þessum hægláta og prúða manni
bjó göfug og góð sál. Er skemmst frá að segja að á þess-
um fyrsta fundi okkar leysti hann úr vandræðum minum
og þekkingarskorti með þvílíkri kurteisi, lipurð og sam-
viskusemi að betur var eigi á kosið. Þann tíma er við urð-
um samferða, rækti hann störf sín í þágu félags vors í
sambandi við byggingu Heilsuhælisins með alveg dæma-
lausri samviskusemi og trúmennsku, og í því sambandi
minnist ég þess er hann dvaldi sjúklingur í nokkrar vikur
í hælinu fyrir austan, þá mjög þjáður, svo þjáður að oft
gekk hann um gólf mestan hluta næturinnar án þess að
njóta svefns eða hvíldar. En þrátt fyrir allar þessar þján-
ingar fylgdist hann með gangi byggingarinnar og var sí-
fellt að leiðbeina og benda á það sem betur mátti fara,
og síðast í haust er hann lá í Landspítalanum þá helsjúkur,
sendi hann mér boð að finna sig, var þá erindið aðallega
það að fá fréttir um það hvort smíði baðdeildarinnar í
Heilsuhælinu væri lokið. „Vertu trúr allt til dauða og ég
mun gefa þér lífsins kórónu“. Það má með sanni segja að
Ágúst hafi verið trúr í starfi allt til dauða, en þroski manns
byggist á því hvernig vér leysum störf vor af hendi. Og
ef við litum á það sem staðreynd að þroskaferill manns-
ins sé ekki takmarkaður við þetta líf en nái útyfir
gröf og dauða, og að þetta líf sé skóli, aðeins einn
bekkur af ótal mörgum á þroskaferli vorum, þá er það
sannarlega gleðilegt að minnast þess með hvílíkum ágæt-
um Ágúst stóðst sitt lokapróf hér í heimi, prófið, sem við
öll verðum að taka fyrr eða síðar. Og þó að við söknum
hans er það huggun í harmi að vita það fyrir víst að nú
líður honum vel og að framtið hans er tryggð um alla
eilífð.