Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 20
12
HEILSUVERND
ar út á fárra ára fresti. T. d. eru þær bækur, sem nú eru
kenndar í aðalgreinum læknisfræðinnar hér við háskól-
ann, gefnar út árin 1955 og 1956, og ein þeirra kom í nýrri
útgáfu á síðasta hausti.
Af þessum bókum má margt ráða um afstöðu lækna-
vísindanna til þeirra þriggja atriða, sem nefnd voru áð-
an. Og við munum nú leggja nokkrar spurningar fyrir
læknavísindin varðandi þessar meginsetningar náttúru-
lækningastefnunnar.
1. Eru réttir lifnaðarhœttir trygging fyrir heilbrigðu og
sjúkdómalausu lífi?
Flestir læknar mundu að lítt athuguðu máli svara þessu
afdráttarlaust neitandi. Þeir mundu benda á veirur (virus),
bakteríur og önnur sníkjudýr sem orsök fjölda sjúkdóma,
og þeir mundu segja, að ekki hafi fundizt neitt samband
milli lifnaðarhátta og sumra algengustu sjúkdóma, svo
sem krabbameins í meltingarvegi og í brjósti, ýmissa melt-
ingarkvilla, taugasjúkdóma, margskonar húðsjúkdóma,
blóðþrýstingshækkunar o. s. frv.
En sé betur að gáð og blaðað í nýjum bókum um læknis-
fræði, dylst engum, að sífellt eru að finnast fleiri og fleiri
dæmi um áður óþekkt samband milli lifnaðarhátta og
sjúkdóma, og verður nánar að því vikið síðar.
Rannsóknir síðari ára hafa leitt æ betur í Ijós hið marg-
brotna samspil þekktra næringarefna í byggingu og starfi
líkamans. Það hefir sýnt sig, að einstök næringarefni koma
víðar við sögu en áður var vitað. Hlutverk hvers stein-
efnis og fjörefnis t. d. reynist þeim mun fjölþættara, sem
rannsóknartækni batnar. Áður óþekkt efni finnast. Til
skamms tíma var talið, að ,,blóðleysi“ stafaði eingöngu af
járnskorti. Nú vita menn, að mörg önnur efni eru ekki
síður nauðsynleg til þess að mynda blóðrauðann og rauð
blóðkorn, en það er kallað blóðleysi, ef of lítið er af rauðum
blóðkornum eða blóðrauða í blóðinu. Til framleiðslu þeirra
þarf, auk járns, kopar, kóbolt, C-fjörefni, ýmis fjörefni