Heilsuvernd - 01.04.1958, Qupperneq 33
HEILSUVERND
25
Þessa hreysti okkar þakka ég einkum tvennu. Ég á
frændur marga í Helgustaðahreppi í Reyðarfirði. Þeir
höfðu sumir útgerð allmikla og veiddu oft mikið hákal’l,
og voru snjallir að verka hann. Ég keypti af þeim, og
flutti heim nokkra hestburði af góðum hákalli árlega,
einmitt þau árin sem börnin voru að alast upp. Þau voru
sólgin í hann, og þrifust vel. Stundum var ég að fá mér
lýsi handa þeim, en þau fengust aldrei til að taka það.
Lítur út fyrir, að hákallinn hafi veitt það sama eða
betra, enda er hann oft lýsismikill. Á seinni árum hefir
hákarlsafli mjög minnkað, samt næ ég mér æfinlega í
eitthvað, þótt nú sé hann orðinn svo dýr, að varla er
kaupandi.
Hinn orku- og hreystigjafinn er heimaræktuð jarðepli.
Ég hóf snemma jarðeplarækt. Brátt fór ég að reyna hana
í örfoka sandi, sem hafði þó nokkuð af jökulleðju, og þar
hefi ég nú ræktað jarðeplin í 48 ár, og jafnan borið hús-
dýraáburð í garðinn. Við borðum jarðepli tvisvar á dag,
en helzt aldrei brauð. Ég bragða aldrei rúgbrauð, enda
finnst mér það nú vera allt annað, en það var í gamla dga,
meðan rúgur var innfluttur og malaður heima á bæjum.
Ég þykist hafa tekið eftir því, að gróður sá, er vex
upp af tilbúnum áburði, er sýnum mun lakari en hinn,
sem ræktaður er með húsdýraáburði. Það vantar einhver
bætiefni í hann, sem húsdýraáb.gróður hefur. Ailur sá
kornmatur, sem við kaupum, er píndur upp með gerfi-
áburðinum nú orðið, og því vantar eitthvert lífefni í hann,
sem jarðeplin mín hafa úr húsdýraáburðinum. Svo mikið
er víst, að síðan farið var að nota gerfiáburð almennt,
hefir hreysti manna og dýra hrakað. Nú linnir ekki bæti-
efnagjöfum bæði í menn og skepnur, en hvorttveggja deyr
oft samt, eða lúrir lengi í rúminu. Granni minn einn ól vel
tarfkálf á töðu og fóðurblöndu. Svo bara gat hann ekki
staðið upp einn daginn, og var skotinn eftir að hafa legið
einhverja daga. Mjólkin úr kúnum, sem eru fóðraðar á
gerfiræktaðri töðu verður léleg. Veit ég þess dæmi, að