Heilsuvernd - 01.04.1958, Qupperneq 28
20
HEILSUVERND
Þegar heyið var nú vandlega komið saman í þétta múga,
hélt systir mín strax af stað heim og ég í hægum titrandi
skrefum á eftir, með blýþunga hrífu. Þegar ég loks kom
heim, var systir búin að borða og farin í raksturinn út
á tún til fólksins. Ég var svöng og hafði góða lyst á skyr-
inu og sauðarjóma út á. Mamma var í kvíunum, og eng-
inn í bænum. Er ég hafði lokið matnum, tíndi ég af mér
fötin og skreið með erfiðismunum í bólið mitt.
Klukkan 7 morguninn eftir vaknaði ég við að pabbi
var að vekja strákana til að smala ám, sækja kýr og hross.
Ég lá í sömu skorðum og ég hafði lagt mig út af um kvöldið.
Eldsárar þrautir nístu mig frá hvirfli til ilja, ég gat ekki
hreyft nokkurn minn minnsta lið. — Ég var lifandi dauð.
— Aðeins gat ég lyft augnalokunum og rennt augunum
til gluggans, og sá að úti var sól og blíða. Ég lokaði aftur
augunum, í algjöru vonleysi um útreiðartúr á ungum
gæðingi.
Nei. Vonin dó ekki með öllu, örsmáum neista hélt ég
fast, og honum skyldi ég aldrei sleppa — bíða — þetta
getur lagast — bráðum — bara bíða. — Ég lézt sofa, en
það var lítil ró til þess, því að nú þutu allir upp til handa
og fóta. Ég var því fegin að eiga rúmið ein, en systir mín
svaf fyrir framan mig. Ég var treg að trúa því að veru-
leikinn væri svona grimmur, og gerði árangurslausar til-
raunir að hreyfa mig, en það var eins og ósýnilegur kval-
ari herti á fjötrum við hverja tilraun. Þó að baðstofan
hefði staðið í björtu báli, hefði ég orðið að bíða þess sem
verða vildi, hver árangurslaus tilraun pindi bara tár út
úr lokuðum augnakrókunum. Af tilfallandi miskunn lá
sængurhornið upp með vanganum og leyndi því betur
ástandi mínu, enda hafði hver nóg að hugsa um sjálfan
sig þennan morgun, það varð að koma morgunverkunum
af í hasti, smala ánum, mjalta og reka, moka fjósið, leggja
á hrossin, borða, þvo sér og búa sig.
Baðstofan litla, sem var tveggja rúma lengd, var allt,
eftir því sem við þurfti hverju sinni, svefnherbergi fyrir