Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 19
HEILSUVERND
Björn L. Jónsson:
Hvað segja læknavísindin
um náttúruiækningastefnnna?
Erindí flutt á fundi í Náttúrulækningafélagi Reykjavíkur
5. marz 1958.
Á síðustu árum hefi ég oft verið spurður að því, hvort
nám mitt í læknisfræði hafi breytt viðhorfi mínu til nátt-
úrulækningastefnunnar.
I kvöld ætla ég að leitast við að svara þessari spurn-
ingu að nokkru. Endanlegt svar verður þetta ekki, og það
af þeirri einföldu ástæðu, að námið hefir ekki veitt mér
færi á að dæma um gildi þessarar stefnu eða bera saman
árangurinn af venjulegum lækningaaðferðum og aðferðum
náttúrulækna.
Við skulum byrja á því að rifja upp fyrir okkur, í hverju
náttúrulækningastefnan er fólgin. Kjarni hennar er þetta:
1. Réttir lifnaðarhættir tryggja mönnum allt að því full-
komna heilbrigði.
2. Rangir lifnaðarhættir eru meginorsök sjúkdóma.
3. Flesta sjúkdóma má lækna, séu þeir ekki kornnir á
of hátt stig, án lyfja eða skurðaðgerða, með viðeig-
andi mataræði, hæfilegri hreyfingu, ljósi, lofti, böð-
um o. s. frv.
Hvað segir nú læknisfræðin um þessi boðorð?
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að læknavísindin
hafa tekið stórstígum framförum á síðustu áratugum.
Þekking og skilningur á hinni margbrotnu líkamsvél og
störfum hennar eykst með hverju árinu sem líður. Þrot-
laus leit er gerð að eðli og orsökum sjúkdóma, því að öll-
um er ljóst, að þekking á þeim er eina örugga leiðin til
að geta ráðið niðurlögum sjúkdómanna. Ný sannindi koma
fram í dagsljósið, kennslubækur verða úreltar og eru gefn-