Heilsuvernd - 01.04.1958, Qupperneq 38
30
HEILSUVERND
það er að nota kúnst áburð í jarðeplagarða. Hinn há-
menntaði hvíti maður hefir glatað sinni eðlisgáfu. Hinn
spakvitri manneldisfræðingur, Hindhede, gerði ítarlegar
prófraunir á tilraunamanni sínum Madsen, þannig borðaði
Madsen eingöngu soðin jarðepli í 18 vikur með smjörlíki
einu saman, og vann mjög erfiða vinnu og hélt þó vinnu-
þreki sínu óskertu.
Ég er á sama máli og þú að gerfiáburður framleiðir
verri fæðu en náttúrlegur áburður, sama á sér stað um
grasræktina. Glöggur ungur maður vann allt að því eitt
ár hjá bónda sem bjó á jarðhitasvæði og notaði allan sinn
húsdýraáburð til glerhúsræktar, en hafði aðeins gerfi-
áburð á túnið í 4 ár. Á þessu heimili dóu 2 kýrnar
af 4 fyrir jól, duttu þær steindauðar niður á básunum
fyrirvaralaust. Bóndi keypti 2 kýr í skarðið, en síðar á vetr-
inum dó ein í viðbót á sama hátt. Þessi kúadauði er al-
gengur á síðari áratugum. Hvað olli þessum mikla kúa-
dauða? Var það ekki gerfiáburðurinn? Vissulega. En það
breytti engu. Menn halda áfram gerfiáburðarnotkuninni.
Neytendur borga brúsann. Gerfiáburðurinn er stórhættu-
legur fyrir menn og dýr. Er þetta ekki greinilegur vottur
þeirrar efnishyggju sem ræður lögum um manneldi sem
kúaeldi? Efnishyggjan er hið ráðandi afl í vorum mann-
heimi. Fóður og fæða manna og húsdýra er of sýrugæf.
Um þetta er ekki hið minnsta skeytt. Það er þó vitað í
heimi læknisfræðinnar að ef sýrugæfnin ræður verður
áhættan hin sama, hvort sem um kýr eða menn er að ræða.
Fæðan hefir orðið of sýrugæf. Jafnvægið er raskað milli
sýru og lútar.
Aðalástæðan til allra þeirra meina er á oss hvíla eins
og deyðandi farg er rangt manneldi. Hver er orsökin?
Hvíti lífefnasvifti baneitraði hveitisallinn. 1 þessari baneitr-
uðu gerfifæðu halda vestrænar þjóðir dauðahaldi. Slíkt er
nú þekkingarleysið á vorri vísindaöld. Foreldrar sem búa
upp í sveit geta þó nokkuð ráðið við þetta.
Mér hefir lengi verið ljóst að varanleg notkun gerfi-