Heilsuvernd - 01.04.1958, Síða 27
HEILSUVERND
19
Pabbi hafði útnefnt mér hann í fermingargjöf, af fimm
jafnöldrum, og ég var hæst ánægð með það val. Og þetta
vor var hann fulltaminn, og tvisvar hafði ég þó verið svo
dugleg að koma honum á bak.
Túnasláttur stóð sem hæst. Meiri hlutinn af bezta tún-
inu lá þurrt í þykkri grænni síbreiðu, og sömuleiðis stórir
tuttugu flekkir af ærheyi, lengst suður á engjum. Það
var liðið á laugardaginn og leit út fyrir að hann greri að
með austan stórviðri fyrir næsta dag. Nú reið á að
fram úr ermum stæðu allar hendur á heimilinu, og létu
hrífurnar tifa. Alla vikuna heyrði ég hlutlaus á ráðagerðir
systkina minna um væntanlega skemmtiferð á íþróttamót,
sem halda átti á sunnudaginn í næstu sveit. Sjaldan slíku
vant, kom pabbi til mín með léttustu og fínustu hrífuna,
sem hann geymdi vandlega hátt upp undir hlöðusperru,
og ætlaði mér hana þegjandi, þó sjaldan ég væri maður
til þess að nota hana. Pabbi spyr mig, hvort ég muni geta
farið með systur minni suður á engjar og rakað saman
með henni stararflekkina þar, þeir væru svo léttir. Það
var eins og eitthvað stækkaði og birti innra með mér við
þetta óvenju ávarp, að vera metin til jafns við vinnandi
fólkið, var mér endurnærandi styrkur og ég gleymdi öllu
öðru en því að duga sem bezt en ekki drepast.
Ég var líka 18 ára og verið gat að ég teldist líka jafn-
fær i útreiðarnar á mótið og þyrfti ekki að halda syst-
kinum mínum niðri í samreiðinni, og Iosna jafnframt við
öll mótmæli ferðalagsins. Allt síðdegið ól ég á þessari
glóbjörtu von, sem ég fastlega trúði að geta höndlað og
haldið. Síðustu daga var ég óvenju frísk og fylgdist nú
með eldri systur minni suður á engjar. Gekk síðan að
rakstrinum með áhuga og rakaði flekk eftir flekk til jafns
við systur. Þegar hálfnað var, varð mér full raun að
fylgja systur minni eftir, en hélt þó áfram hlífðarlaust,
og síðustu flekkina rakaði ég með miklum erfiðismunum
og þrotnum kröftum. Austanstormurinn létti þó mikið
raksturinn.