Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 26

Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 26
HEILSUVERND Strangur skóladagnr Hann var fimm vetra þegar örlagadómurinn dundi yfir hann. Hann hét Lokkur, því í dökku faxinu, aftan við vinstra eyrað bar hann stóran snjóhvítan lokk, sem blasti langa vegu, eins og fáni. Hann var öðrum jafnöldrum ung- gæðingslegri á sinn fagurjarpa línumjúka skrokk, með vel reistan makka. Snarpir gneistar hrukku úr ungum augum. Lundin var létt og gáskafengin, og lék hann oft grátt gaman við nágrannann, einkum síðasta sumarið. Ljósbjartan morgun hvern, er líða tók að slætti, reis hann saddur vel af svefni værum, upp úr vænsta stargresis- engjastykki nágrannans. Enginn vissi hvernig eða hvar hann komst inn í vel girtar engjar á alla vegu. Hann teygði makindalega úr gulljarpa skrokknum sínum, reisti makk- ann, lagði af sér kveðju í bælið, meðan hundurinn ná- lægðist í æsiham; og er honum þótti hæfilegt, brá hann á hringdans með hringaðan makka og styðstu leið, sem kólfur flygi yfir engjagarðinn með gaddavírnum og breið- um skurði, linnti hann ekki á spretti yfir þýfi, forir og keldur, fyrr en hann hafði vakið hvert trippi í stóðinu, lengst suður á mýri og komið því öllu í uppnám. Hvað áttum við nú sameiginlegt, ungi folinn minn og ég? Hann með sín fjaðurmjúku hreystiviðbrögð, og ég, sem fannst hlaðvarpinn hraunhrjóstrug óraleið að labba eftir og faldi mig oft að hurðarbaki, til þess að hlífa krepptri hendinni, að heilsa gestum sem að garði bar. Það var vonlítið að ég mundi nokkru sinni geta haldið í taum- inn á slíkum ærslabelg. Jú, í skaplyndi var eitthvað sameiginlegt, mér likaði það vel hvernig hann lék brellur sínar við nágrannann, þótt það reyndist að lokum full dýrt gaman.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.