Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 21
HEILSUVERND
13
úr hinum stóra flokki B-fjörefna o. fl. Þetta er ein af
ástæðunum til þess, hve læknum hefir oft orðið lítið
ágengt í því að lækna blóðleysi með járnlyfjum einum
saman. Svipað er að segja um sjúkdóma, sem stafa af
skorti fjörefna. I skyrbjúgi, beinkröm og beri-beri t. d.
kemur fleira til greina en vöntun C-, D- eða B-fjörefna.
Á frumstigi fjörefnafræðinnar héldu menn t. d., að skyr-
bjúgur stafaði af skorti C-fjörefnis einum saman og kæmi
fljótt fram, ef vöntun væri á því efni í daglegu fæði. Þess-
vegna vakti það undrun Hindhedes, hins heimsfræga
danska visindamanns og læknis, að hann og Madsen, ,,til-
raunadýr" hans, lifðu góðu lífi mánuðum saman á byggi
og smjörlíki, en þær fæðutegundir eru með öllu snauðar
að C-fjörefni, en samt vottaði ekki fyrir skyrbjúgsein-
kennum hjá þeim. Nú hafa síðari tilraunir sýnt, að menn
fá ekki skyrbjúg fyrr en eftir marga mánuði, þótt þeir
lifi á fæði, sem er valið þannig, að í því er lítið sem ekk-
ert af C-fjörefni, sé fæðið eðlilegt að öðru leyti. Reyndin
er því sú, eins og sýna mætti með fleiri dæmum: a) að
umræddir sjúkdómar stafa ekki af skorti eins efnis, held-
um margra nauðsynlegra næringarefna, b) að fjörefna-
skortssjúkdómar á háu stigi, svo sem skyrbjúgur, beríberí,
eða beinkröm, sjást varla nema í tilraunadýrum, sem eru
alin á fæði gjörsneyddu einhverju sérstöku fjörefni, c)
að í fólki verður sjúkdómsmyndin alltaf blönduð, vegna
þess að í daglegu viðurværi er jafnan skortur margra
efna, d) að ekki er hætta á fjörefnaskortssjúkdómum, þó
að magn einhvers fjörefnis í daglegu fæði sé í lægra lagi,
svo framarlega að fæðið sé náttúrlegt og því hafi ekki
verið spillt í meðferð.
Þegar fjörefnin fundust, þóttust menn hafa himin hönd-
um tekið og héldu í fyrstu, að með því að framleiða þau
og gefa þau heilbrigðum og sjúkum, mætti koma í veg
fyrir og lækna fjölda sjúkdóma. I seinni tíð hefir mjög
dregið úr þessari trú á tilbúin fjörefni. Reynslan hefir sýnt,
að þau bregðast oft vonum lækna og sjúklinga, og liggja