Heilsuvernd - 01.04.1958, Side 23
HEILSUVERND
15
efni eru gagnleg að vissu marki, en þau færa engum full-
komna heilbrigði, og þau eru beinlínis hættuleg fyrir þá sök,
að þau draga úr viðleitni manna til að afla sér hollrar og al-
hliða fæðu. Vilji menn á annað borð bæta upp lélegt viður
væri með tilbúnum fjörefnum, skiptir minnstu, hvort það
er gert með sykruðu Sanasóli eða bragðlausum fjörefnapill-
um, sem sumar innihalda, auk margra tegunda fjörefna,
mörg steinefnasambönd, og sennilega varðveita pillurnar
fjörefnin betur en fljótandi fjörefnablöndur, sérstaklega
ef flöskunum er ekki lokað loftþétt í upphafi eða eftir að
þær hafa einu sinni verið opnaðar. Það er engin ástæða
til að amast við Sanasóli sem hverju öðru fjörefnalyfi, né
heldur því, að það sé selt í verzlun Pöntunarfélags NLFR,
úr því þar eru seldar ýmsar aðrar vörur, sem náttúru-
lækningastefnan telur óþarfar eða skaðlegar, og enda þótt
í samskonar verzlunum í höfuðborgum Norðurlanda sé
þessi vara ekki á boðstólum, samkvæmt upplýsingum,
sem ég hefi aflað mér. En hitt er of langt gengið, þegar
reynt er í málgagni NLFÍ að telja fólki trú um, að Sanasól
sé einhver yfirburða fjörefnagjafi og taki jafnvel fram okk-
ar ágæta lýsi. Þar við bætist, að samkvæmt upplýsingum
frá framleiðanda Sanasóls, eru í því, auk sykurs, efni, sem
eiga að verja það skemmdum, en flest slík efni eru meira
eða minna skaðleg.
Ég hefi orðið svona margorður um tilbúin fjörefni og
Sanasól vegna þess áróðurs, sem haldið hefir verið uppi
að undanförnu í Heilsuvernd af innflytjanda þess, Marteini
M. Skaftfells, og af því að ýmsir hafa spurt um álit mitt
á þessari vöru. Og svo sem kunnugir vita og allir þeir,
er lesið hafa síðustu hefti Heilsuverndar, eru þeir læknar
Jónas Kristjánsson og Úlfur Ragnarsson mér samdóma
í þessum efnum.
Þess má geta, að í nýútkomnu hefti af sænsku tímariti,
sem er málgagn náttúrulækningastefnunnar i Svíþjóð, er
rætt um leiðir til að auka magn fjörefna í daglegu fæði,
t. d. að vetrinum. Er m. a. bent á ölger, lýsi, hveitikím og